Óttinn við samkeppni Starri Reynisson skrifar 8. mars 2021 12:00 Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Samkeppnismál Áfengi og tóbak Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun