Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 10:10 Fáni Íran með Tehran í bakgrunni. Getty Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina. Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans. Íran Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Dómararnir sem dóu hétu Ali Razini og Mohammad Moqiseh. Þriðji dómarinn og einn öryggisvörður særðust í árásinni. Báðir munu hafa verið fluttir á sjúkrahús. Svo virðist sem dómararnir hafi verið skotnir til bana fyrir utan dómshúsið en einnig hefur því verið haldið fram að árásin hafi verið gerð á skrifstofum þeirra. Fréttaveitan IRNA, sem rekin er af klerkastjórn Íran, segir að árásarmaðurinn sé ekki talinn tengjast neinu máli sem er á borði Hæstaréttar um þetta leyti. Eins og áður segir svipti árásarmaðurinn sig lífi en það er hann sagður hafa gert þegar reynt var að handtaka hann. Ekki liggur fyrir hver árásarmaðurinn er eða hvert tilefni árásarinnar var. Hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. IRNA vitnar í yfirlýsingu frá Hæstarétti Íran um að dómararnir sem dóu hafi átt sér langa sögu í að berjast gegn glæpum sem ógna þjóðaröryggi, njósnum og hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Íran tóku rúmlega níu hundruð manns af lífi í fyrra, samkvæmt Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Dauðadómar þar í landi eru staðfestir af Hæstarétti. Moqiseh hafði verið beittur refsiaðgerðum af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna dóma hans yfir blaðamönnum og notendum internetsins. Razini sat á árum áður í sérstöku ráði sem samþykkti aftökur þúsunda pólitískra fanga í Íran. Þetta fólk var tekið af lífi í fjölmörgum borgum landsins yfir fimm mánaða tímabili árið 1988. Razini lifði af banatilræði árið 1998 þegar sprengju var komið fyrir við bíl hans.
Íran Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira