Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Tæki­færi til að koma viti í á­fengis­markaðinn

Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu ítrekað vakið athygli á furðulegri stöðu, óvissu og þversögnum, sem uppi eru á áfengismarkaðnum á Íslandi. Nú þegar stjórnarflokkarnir sitja og ræða áframhaldandi samstarf er frábært tækifæri til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað.

Skoðun
Fréttamynd

Segir galið að banna fólki að borða banana

Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic.

Lífið
Fréttamynd

Teitur til Eyland Spirits

Teitur Þór Ingvarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson gins. Teitu er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja en hann starfaði meðal annars áður sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Florealis og var í tíu ár í fyrirtækjaráðgjöf og hagdeild Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur ekki keypt á­fengi af net­verslun og skoðar hvort starf­semin standist lög

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?

Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt?

Skoðun
Fréttamynd

Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu

Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kampa­vín verður að ó­merki­legu freyði­víni í Rúss­landi

Franskir freyði­víns­fram­leið­endur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný lög­gjöf var inn­leidd í Rúss­landi, sem má kalla á­kveðna tíma­móta­lög­gjöf í vín­heiminum. Þar er kveðið á um að rúss­neska freyði­vínið Shampanskoye (sem er rúss­neska orðið yfir kampa­vín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til að­eins til­heyrt vín­fram­leið­endum Champagne-héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Nýja vín­búðin fer í sam­­keppni við ÁTVR

Á­fengis- og tóbaks­verslun ríkisins er komin með nýjan sam­keppnis­aðila, sem stílar inn á ís­lenskan markað. Net­verslunin Nýja vín­búðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er við­skipta­maðurinn Sverrir Einar Ei­ríks­son sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán.

Neytendur
Fréttamynd

Partýsprengja um helgina

Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

„Vín­á­huga­maður“ skrifar níð­grein

Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé.

Skoðun