Neytendur

Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR

Samúel Karl Ólason skrifar
ÁTVR
ÁTVR Vísir/Vilhelm

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni.

Þessar staðsetningar eru á Hallgerðargötu, Fiskislóð, Hallveigarstíg og Hringbraut. 

Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að boðið hafi verið húsnæðið og nú verði unnið úr þeim tilboðum og húsnæðið skoðað frekar.

Nánar tiltekið er verið að skoða Hallgerðargötu 19-23 á Kirkjusandi, Fiskislóð 10 á Granda, Hallveigarstíg 1, þar sem Krónan er með verslun, og Hringbraut 119-121, í JL-húsinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×