Bensín og olía

Fréttamynd

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag

Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands

Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn

Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið

N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020.

Bílar
Fréttamynd

Eldsneytissala dregst saman um 68%

Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Verð olíu hríðfellur áfram

Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

Erlent
Fréttamynd

Sádar og Rússar deila enn

Ekki er útlit fyrir að deilu Sádi-Arabíu og Rússlands fari að ljúka. Háttsettir embættismenn í Sádi-Arabíu hafa gagnrýnt Rússa harðlega í dag og sakað embættismenn í Rússlandi um ósannindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa

Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar.

Viðskipti erlent