Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 23:58 Joe Biden fjallaði um stöðu efnahagsmála í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa. Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa.
Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira