Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Hugsum sam­ræmd próf upp á nýtt

Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur.

Skoðun
Fréttamynd

Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð

Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi.

Innlent
Fréttamynd

Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi

Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku.

Innlent
Fréttamynd

Enn á ný vandræði með samræmdu prófin

Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa

Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stórum hluta Álfhólsskóla lokað vegna myglu

Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi verður lokað vegna myglu sem fundist hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin tekur gildi frá og með morgundeginum og er gerð í varúðarskyni til að vernda nemendur og starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi mennta­stefnu á breyttum vinnu­markaði

VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Staðan í Foss­vogs­skóla er graf­alvar­leg“

Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“

Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu

Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Mennta­sjóður lands­byggðinni í vil

Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­reglu­að­gerð við MH vegna sprengju­hótunar

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“

Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvar á garð­yrkju­námið heima?

Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju.

Skoðun