Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Börnin í borginni okkar

Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna.

Skoðun
Fréttamynd

Ef skólinn hættir að snúast um menntun

Mér finnst hugtakið menntun heillandi enda býður það upp á svo víða túlkun og rökræður. Grunnskólinn spannar mikilvægt mótunar- og þroskaskeið í lífi allra. Áhrif skólastigsins og starfsfólks þess á nemendur verða seint vanmetin.

Skoðun
Fréttamynd

Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema

„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn

Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám.

Innlent
Fréttamynd

Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum

Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi.

Lífið
Fréttamynd

Val­frelsi eykur hamingju

Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið.

Skoðun
Fréttamynd

Af klámi, kyrkingum og kyn­fræðslu: Má læra af um­ræðunni?

Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­halds­skóla­nemar kalla á hjálp

Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Mennt­skælingar ó­sáttir með af­léttingar

Menntskælingar eru ekki sáttir með nýjar reglur um samkomutakmarkanir enda ómögulegt að halda böll. Aðeins fimmtíu mega koma saman á standandi viðburðum en fimm hundruð mega koma saman þegar setið er í sætum.

Innlent
Fréttamynd

Aukum fag­legan stuðning í skólum borgarinnar

Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum.

Skoðun
Fréttamynd

Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 

Innlent
Fréttamynd

Ber engin skylda til að upp­lýsa um ein­staka smit í bekkjum

Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Um kyn­fræðslu ung­linga, klám og of­beldi

Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég kenni ekki kyrkingar“

Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu ríf­lega 1,3 milljónum radd­sýna

Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ljúktu nú upp lífs­bókinni

Það er gjarnan talað um að lífsreynsla okkar safnist saman yfir ævina og líkja megi við farangri í bakpoka. Manneskjan er þeim eiginleikum gædd að geyma meira en gleyma, s.s. erfiðum atburðum.

Skoðun
Fréttamynd

Um skóla, sund og Seesaw

Erlendir úttektaraðilar eru yfirleitt sammála um helsta veikleika íslensks menntakerfis. Sá alvarlegasti er skortur á faglegum vinnubrögðum stjórnvalda þegar kemur að innleiðingu stefnu.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“

Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki kasta krónunni

Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun.

Skoðun
Fréttamynd

Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu

Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Klám, kyrkingar og kyn­líf

Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt?

Skoðun
Fréttamynd

Skóli án að­greiningar

Það er í skólaumhverfinu sem börn fara að mynda sér hugmyndir, viðhorf og tengsl við heiminn utan fjölskyldunnar. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í sínum hverfisskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Kannt þú flugsund?

Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin

Skoðun