Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 13:03 Húsakostur skólans á Reykjum er ekki upp á marga fiska eins og sjá má hér. Aðsend Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira