Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2022 07:01 Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo bjó og starfaði í Osló í ellefu ár. Hún segist oft tala um að fyrir fólk í atvinnulífinu gæti verið ágætt ef það væri smá skiptiprógram á milli þessara landa, þjóðirnar gætu lært góða hluti af hvor annarri. Í Noregi þykir fólki Lóa hrikalega flippuð en á Íslandi svakalega ferköntuð. Vísir/Vilhelm Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. „Ég hef stundum sagt að það ætti að vera svona „skiptinema“ prógram milli Noregs og Íslands þar sem allir í viðskiptalífinu þurfa að fara í sex mánaða skiptidvöl. Norðmenn gætu lært smá „þetta reddast“ hugarfar og snerpu á meðan Íslendingarnir myndu læra meira um strúktúr og ferla,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo létt í bragði. Lóa bjó í Noregi í ellefu ár og starfaði þá meðal annars hjá stórum og þekktum norskum neytendavörufyrirtækjum, Orkla og Cloetta. Lóa hefur líka verið markaðsstjóri Heimstaden leigufélags og vann þá að uppbyggingu þess vörumerkis á Íslandi. Í Noregi finnst fólk ég hrikalega flippuð og hvatvís en á Íslandi er ég svakalega ferköntuð og skipulögð,“ segir Lóa sem er ánægð með árin úti í Noregi. „Ég get þó játað að stundum ærðu þessir ferlar mig og mig langaði bara að segja „kýlum bara á þetta!““ Gengið hrundi og námið tvöfaldaðist í kostnaði Lóa er með B. Sc. frá Háskólanum í Reykjavík í tungumálatengdri viðskiptafræði. Lóa er gift Frey Pálssyni, sem starfar hjá Vegagerðinni og er þar ábyrgur fyrir hönnun jarðganga. Lóa og Freyr eiga þrjú börn. Magnús Egil sem er 10 ára, Hildur Sóleys sem er 8 ára og Vigdís Edda sem er 3 ára. Ævintýraþráin hefur loðað við Lóu lengi því á námsárunum hér heima fór hún í í eitt sumar í spænskuskóla á Spáni, eitt sinn í skiptinám til Guadalajara í Mexíkó og eitt sinn í sumarnámskeið í Háskólanum í Burgos á Spáni. Það skýrir meðal annars út hvers vegna hún valdi tungumálatengda viðskiptafræði en eins að Lóa tók spænsku og alþjóðaviðskipti til viðbótar við venjulega viðskiptagráðu. Lóa lauk síðan meistaranámi í London. „Fyrsti skóladagurinn var dagurinn sem Lehman brothers fóru á hausinn og markaði upphafhrunsins. Þetta var skrýtinn tími, gengið hrundi, námið tvöfaldaðist í kostnaði,“ segir Lóa. Lóa lauk tungumálatengdri viðskiptafræði í HR en fór í meistaranám til London, akkúrat þegar að bankahrunið skall á, krónan hrundi og kostnaðurinn við námið tvöfaldaðist. Lóa fór líka eitt sumar í spænskuskóla á Spáni, eitt sinn í skiptinám til Guadalajara í Mexíkó og eitt sinn í sumarnámskeið í Háskólanum í Burgos á Spáni.Vísir/Vilhelm Óvænt tækifæri í Osló Eftir nám bauðst Frey flott starf í Osló í Noregi og segir Lóa að þegar hún fór að skoða Osló fyrir alvöru, hafi hún alveg fallið fyrir borginni. „Þetta er skemmtileg borg, blanda af stórborg með skemmtilegu mannlífi en með mikið af grænum svæðum og stutt í bæði strönd og fjöll.“ Frá London fluttu þau því beint til Osló árið 2009. Upphaflega var ætlun skötuhjúanna að búa þar í eitt til tvö ár. En tíminn leið og fjölskyldan stækkaði. Starfsframinn gekk vel og áður en varði voru þau búin að búa í Noregi í 11 ár. Í Osló starfaði Lóa í FMCG geiranum, sem á ensku útleggst sem Fast Moving Consumer Goods. „Ég var svo lánsöm að fá góð starfstækifæri og ung ráðin til Orkla sem er leiðandi framleiðandi í Noregi og víðar á Norðurlöndunum. Það er stíft ráðningarferli hjá þeim og því er það heiður fyrir mig að hafa komist þar inn. Hjá Orkla leggja þeir áherslu á að ráða ungt fólk í þessar vörumerkjastjórastöður en leggja síðan líka mikla áherslu á þjálfun,“ segir Lóa. Hjá Orkla bar Lóa ábyrgð á árangri leiðandi vörumerkja. Þetta var hörkuvinna, en þarna fékk ég líka frábæra leiðsögn og með mentora sem ég leit upp til. Þarna var ég í raun mótuð í þá markaðskonu sem ég er í dag og mér gefin verkfæri til að nýta í starfinu.“ Að sögn Lóu liggur mikil vinna á bakvið allt starf sem felur í sér innpökkun og vöruþróun. Í þessu þurfi að hugsa hlutina alveg út í smæstu atriði, þetta sé konseptvinna. „Þessi neytendamiðaða nálgun og að finna lykilskilaboð sem hitta í mark. Mantran var „Assumption is the mother of all mistakes,““ segir Lóa og viðurkennir að hún brenni fyrir þessu starfi. Í krefjandi starfi með þrjú börn og heimili viðurkennir Lóa það alveg að það að rækta sjálfan sig vel utan vinnu er áskorun. Hún segist þó prjóna mikið og baka súrdeigsbrauð sem hvoru tveggja er hennar hugleiðsla. Þá finnst henni gott að ganga eða hjóla til vinnu en það er einmitt oft á þeirri leið sem hún fær bestu hugmyndirnar eða áttar sig á lausnum vandamála.Vísir/Vilhelm Ekkert eitt rétt svar til Fjölskyldan fluttist heim árið 2020 og segir Lóa það hafa þurft töluvert átak til að rífa sig upp og flytja heim. Í dag er hún nýbyrjuð í spennandi markaðsstarfi hjá Origo og segir að þótt það hljómi ólíkt að starfa á norskum neytendavörumarkaði í samanburði við hugbúnaðargeirann, sé það ekki svo. „Hvort sem það er þvottaefnisbrúsi, tyggjópakki, hugbúnaður eða tæknivörur þá er það sama sagan. Að finna raunverulegu þörfina og miðla lausninni til rétta neytendans. Það sem er svo spennandi er svo tæknin, öll þessi gögn sem eru til staðar sem hægt er að búa til þekkingu úr.“ En er einhver munur á því að vinna í markaðsmálum í Noregi miðað við á Íslandi? „Menntun mín er í alþjóðamarkaðsfræði og ég hef verið að vinna með alþjóðleg vörumerki og það er engin gullin leið. Það hvernig þú kemur boðskap áleiðis getur verið ólíkt eftir mörkuðum,“ segir Lóa og bætir við: „Það sem markaðsstarfið á sameiginlegt alls staðar er í raun að það veit enginn svarið! Við erum öll bara að giska á einhverjar formúlur og vona að þær virki. En svo gengur fagið út á að nýta þau verkfæri sem við eigum til þess að fara af stað með eins upplýstar ágiskanir og við mögulega getum og að mæla og meta stöðugt til að bregðast við og aðlaga.“ Prjónar, bakar og stundar útivist Lóa og Freyr hafa verið saman síðan þau voru 18 ára. Hún segir fjölskylduna stunda mikla útivist og það sé áhugi sem þau hafi tekið með sér heim frá Noregi. Útilegur, göngur og skíði. „Við erum alveg klökk yfir fegurð Íslands og höfum svakalega gaman af að upplifa landið upp á nýtt eftir þessa fjarveru.“ Það segir sig sjálft að það að vera í krefjandi starfi með heimili og þrjú börn, er álag. Lóa segist meðvituð um að þurfa að rækta sjálfan sig vel utan vinnu. Eins og margir, viðurkennir hún að það sé þó áskorun að takast á við en eitthvað sem hún er alltaf að reyna að bæta sig í. Já, að forgangsraða sjálfri sér utan vinnu. Ég hef prjónað mikið og bakað súrdeigsbrauð í gegnum tíðina, það er mín hugleiðsla.“ Þá segir hún yndislegt að ganga eða hjóla til vinnu. Það gefi henni mikið að byrja daginn á því að fá ferskt loft og koma blóðinu á hreyfingu. „Þá næ ég yfirsýn yfir daginn framundan og fæ mínar bestu hugmyndir og finn oft lausn vandamála. Svo á heimleiðinni næ ég að gera upp daginn í höfðinu.“ Lóa segist mikil fjölskyldukona og að bæði hún og Freyr eigi stóra fjölskyldu. Mikill tími fari því í samveru með vandamönnum en eins eru þær þrjár systur sem allar starfa í markaðsmálum og eru miklar vinkonur en síðan einn bróðir sem starfar í upplýsingatækni. Þessi dægrin fer reyndar allur tími í að koma fjölskyldunni fyrir í nýju húsnæði en jafn dæmigert og það hljómar, flutti fjölskyldan í nýtt húsnæði akkúrat í sömu viku og Lóa hóf störf hjá Origo í janúar. Lóa er ánægð með heimkomuna en líka þakklát fyrir allt það sem hún lærði í Noregi. „Almennt má segja að Norðmenn horfa meira fram á við og skipuleggja aðgerðir sínar í þaula. Það var mjög dýrmætt að læra þau vinnubrögð að gefa sér tíma til að skilgreina vel mikilvægar forsendur frá byrjun og skipuleggja síðan í framhaldinu aðgerðirnar vel.“ Starfsframi Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég hef stundum sagt að það ætti að vera svona „skiptinema“ prógram milli Noregs og Íslands þar sem allir í viðskiptalífinu þurfa að fara í sex mánaða skiptidvöl. Norðmenn gætu lært smá „þetta reddast“ hugarfar og snerpu á meðan Íslendingarnir myndu læra meira um strúktúr og ferla,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo létt í bragði. Lóa bjó í Noregi í ellefu ár og starfaði þá meðal annars hjá stórum og þekktum norskum neytendavörufyrirtækjum, Orkla og Cloetta. Lóa hefur líka verið markaðsstjóri Heimstaden leigufélags og vann þá að uppbyggingu þess vörumerkis á Íslandi. Í Noregi finnst fólk ég hrikalega flippuð og hvatvís en á Íslandi er ég svakalega ferköntuð og skipulögð,“ segir Lóa sem er ánægð með árin úti í Noregi. „Ég get þó játað að stundum ærðu þessir ferlar mig og mig langaði bara að segja „kýlum bara á þetta!““ Gengið hrundi og námið tvöfaldaðist í kostnaði Lóa er með B. Sc. frá Háskólanum í Reykjavík í tungumálatengdri viðskiptafræði. Lóa er gift Frey Pálssyni, sem starfar hjá Vegagerðinni og er þar ábyrgur fyrir hönnun jarðganga. Lóa og Freyr eiga þrjú börn. Magnús Egil sem er 10 ára, Hildur Sóleys sem er 8 ára og Vigdís Edda sem er 3 ára. Ævintýraþráin hefur loðað við Lóu lengi því á námsárunum hér heima fór hún í í eitt sumar í spænskuskóla á Spáni, eitt sinn í skiptinám til Guadalajara í Mexíkó og eitt sinn í sumarnámskeið í Háskólanum í Burgos á Spáni. Það skýrir meðal annars út hvers vegna hún valdi tungumálatengda viðskiptafræði en eins að Lóa tók spænsku og alþjóðaviðskipti til viðbótar við venjulega viðskiptagráðu. Lóa lauk síðan meistaranámi í London. „Fyrsti skóladagurinn var dagurinn sem Lehman brothers fóru á hausinn og markaði upphafhrunsins. Þetta var skrýtinn tími, gengið hrundi, námið tvöfaldaðist í kostnaði,“ segir Lóa. Lóa lauk tungumálatengdri viðskiptafræði í HR en fór í meistaranám til London, akkúrat þegar að bankahrunið skall á, krónan hrundi og kostnaðurinn við námið tvöfaldaðist. Lóa fór líka eitt sumar í spænskuskóla á Spáni, eitt sinn í skiptinám til Guadalajara í Mexíkó og eitt sinn í sumarnámskeið í Háskólanum í Burgos á Spáni.Vísir/Vilhelm Óvænt tækifæri í Osló Eftir nám bauðst Frey flott starf í Osló í Noregi og segir Lóa að þegar hún fór að skoða Osló fyrir alvöru, hafi hún alveg fallið fyrir borginni. „Þetta er skemmtileg borg, blanda af stórborg með skemmtilegu mannlífi en með mikið af grænum svæðum og stutt í bæði strönd og fjöll.“ Frá London fluttu þau því beint til Osló árið 2009. Upphaflega var ætlun skötuhjúanna að búa þar í eitt til tvö ár. En tíminn leið og fjölskyldan stækkaði. Starfsframinn gekk vel og áður en varði voru þau búin að búa í Noregi í 11 ár. Í Osló starfaði Lóa í FMCG geiranum, sem á ensku útleggst sem Fast Moving Consumer Goods. „Ég var svo lánsöm að fá góð starfstækifæri og ung ráðin til Orkla sem er leiðandi framleiðandi í Noregi og víðar á Norðurlöndunum. Það er stíft ráðningarferli hjá þeim og því er það heiður fyrir mig að hafa komist þar inn. Hjá Orkla leggja þeir áherslu á að ráða ungt fólk í þessar vörumerkjastjórastöður en leggja síðan líka mikla áherslu á þjálfun,“ segir Lóa. Hjá Orkla bar Lóa ábyrgð á árangri leiðandi vörumerkja. Þetta var hörkuvinna, en þarna fékk ég líka frábæra leiðsögn og með mentora sem ég leit upp til. Þarna var ég í raun mótuð í þá markaðskonu sem ég er í dag og mér gefin verkfæri til að nýta í starfinu.“ Að sögn Lóu liggur mikil vinna á bakvið allt starf sem felur í sér innpökkun og vöruþróun. Í þessu þurfi að hugsa hlutina alveg út í smæstu atriði, þetta sé konseptvinna. „Þessi neytendamiðaða nálgun og að finna lykilskilaboð sem hitta í mark. Mantran var „Assumption is the mother of all mistakes,““ segir Lóa og viðurkennir að hún brenni fyrir þessu starfi. Í krefjandi starfi með þrjú börn og heimili viðurkennir Lóa það alveg að það að rækta sjálfan sig vel utan vinnu er áskorun. Hún segist þó prjóna mikið og baka súrdeigsbrauð sem hvoru tveggja er hennar hugleiðsla. Þá finnst henni gott að ganga eða hjóla til vinnu en það er einmitt oft á þeirri leið sem hún fær bestu hugmyndirnar eða áttar sig á lausnum vandamála.Vísir/Vilhelm Ekkert eitt rétt svar til Fjölskyldan fluttist heim árið 2020 og segir Lóa það hafa þurft töluvert átak til að rífa sig upp og flytja heim. Í dag er hún nýbyrjuð í spennandi markaðsstarfi hjá Origo og segir að þótt það hljómi ólíkt að starfa á norskum neytendavörumarkaði í samanburði við hugbúnaðargeirann, sé það ekki svo. „Hvort sem það er þvottaefnisbrúsi, tyggjópakki, hugbúnaður eða tæknivörur þá er það sama sagan. Að finna raunverulegu þörfina og miðla lausninni til rétta neytendans. Það sem er svo spennandi er svo tæknin, öll þessi gögn sem eru til staðar sem hægt er að búa til þekkingu úr.“ En er einhver munur á því að vinna í markaðsmálum í Noregi miðað við á Íslandi? „Menntun mín er í alþjóðamarkaðsfræði og ég hef verið að vinna með alþjóðleg vörumerki og það er engin gullin leið. Það hvernig þú kemur boðskap áleiðis getur verið ólíkt eftir mörkuðum,“ segir Lóa og bætir við: „Það sem markaðsstarfið á sameiginlegt alls staðar er í raun að það veit enginn svarið! Við erum öll bara að giska á einhverjar formúlur og vona að þær virki. En svo gengur fagið út á að nýta þau verkfæri sem við eigum til þess að fara af stað með eins upplýstar ágiskanir og við mögulega getum og að mæla og meta stöðugt til að bregðast við og aðlaga.“ Prjónar, bakar og stundar útivist Lóa og Freyr hafa verið saman síðan þau voru 18 ára. Hún segir fjölskylduna stunda mikla útivist og það sé áhugi sem þau hafi tekið með sér heim frá Noregi. Útilegur, göngur og skíði. „Við erum alveg klökk yfir fegurð Íslands og höfum svakalega gaman af að upplifa landið upp á nýtt eftir þessa fjarveru.“ Það segir sig sjálft að það að vera í krefjandi starfi með heimili og þrjú börn, er álag. Lóa segist meðvituð um að þurfa að rækta sjálfan sig vel utan vinnu. Eins og margir, viðurkennir hún að það sé þó áskorun að takast á við en eitthvað sem hún er alltaf að reyna að bæta sig í. Já, að forgangsraða sjálfri sér utan vinnu. Ég hef prjónað mikið og bakað súrdeigsbrauð í gegnum tíðina, það er mín hugleiðsla.“ Þá segir hún yndislegt að ganga eða hjóla til vinnu. Það gefi henni mikið að byrja daginn á því að fá ferskt loft og koma blóðinu á hreyfingu. „Þá næ ég yfirsýn yfir daginn framundan og fæ mínar bestu hugmyndir og finn oft lausn vandamála. Svo á heimleiðinni næ ég að gera upp daginn í höfðinu.“ Lóa segist mikil fjölskyldukona og að bæði hún og Freyr eigi stóra fjölskyldu. Mikill tími fari því í samveru með vandamönnum en eins eru þær þrjár systur sem allar starfa í markaðsmálum og eru miklar vinkonur en síðan einn bróðir sem starfar í upplýsingatækni. Þessi dægrin fer reyndar allur tími í að koma fjölskyldunni fyrir í nýju húsnæði en jafn dæmigert og það hljómar, flutti fjölskyldan í nýtt húsnæði akkúrat í sömu viku og Lóa hóf störf hjá Origo í janúar. Lóa er ánægð með heimkomuna en líka þakklát fyrir allt það sem hún lærði í Noregi. „Almennt má segja að Norðmenn horfa meira fram á við og skipuleggja aðgerðir sínar í þaula. Það var mjög dýrmætt að læra þau vinnubrögð að gefa sér tíma til að skilgreina vel mikilvægar forsendur frá byrjun og skipuleggja síðan í framhaldinu aðgerðirnar vel.“
Starfsframi Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 „Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. 15. nóvember 2021 07:01