Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 22:34 Katrín Jakobsdóttir segir að gjaldfrjálsir leikskólar séu framtíðin. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins. Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins.
Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent