Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 22:34 Katrín Jakobsdóttir segir að gjaldfrjálsir leikskólar séu framtíðin. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins. Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins.
Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira