Kjaramál

Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Besta leiðin til að bæta kjör aldraðra?

Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyr­isþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr.

Skoðun
Fréttamynd

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning

Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Segja dóm Félagsdóms ekki standast skoðun

Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Fundi flug­freyja og Icelandair lokið

Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.

Innlent
Fréttamynd

Ræða forsendur kjarasamninga á formannafundi

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum

Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Innlent