Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:41 Ein verslana Geysis við Skólavörðustíg, sem nú hefur verið lokað. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís. Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslana Geysis var tilkynnt um uppsögn í bréfi sem Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, sendi á sunnudag. Verslunum Arctic Shopping, félagsins sem Geysisverslanirnar heyra undir, var jafnframt lokað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Boðað var til starfsmannafundar í verslun Geysis á Skólavörðustíg daginn eftir, mánudag. Komið hefur fram að starfsfólk hafi aðeins fengið hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.VR Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, var viðstödd umræddan starfsmannafund. Hún segir í samtali við Vísi að allir starfsmennirnir sem hún hitti á fundinum, um 25 talsins, hafi verið félagsmenn VR. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu nú um mánaðamótin en um fjörutíu manns séu nú með mál sitt á borði VR. „Það voru strax á mánudagsmorgninum aðilar sem höfðu samband við okkur því þeir höfðu fengið uppsögnina kvöldinu áður og höfðu samband til að leita réttar síns og fá upplýsingar,“ segir Bryndís. „Þetta er um fjörutíu manns sem ég er komin með í launakeyrslu um síðustu mánaðamót. Ég veit ekki hvort allir þeir eiga uppsagnarfrest, það er það sem við erum að rannsaka og skoða. Það vantar upp á launin í janúar, sem við komum til með að sækja fyrir fólkið, og gerum svo kröfu um laun á uppsagnarfresti. Sem allflestir eiga.“ Alltaf vont ef dráttur verður á gjaldþroti Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hversu mörgum starfsmönnum var sagt upp hjá Geysi. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins í gær að uppsagnirnar teljist hópuppsögn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hafði ekki haft fregnir af málinu þegar Vísir náði tali af henni á fimmta tímanum í dag. Engar hópuppsagnir voru tilkynntar til stofnunarinnar í janúar. Bryndís segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk verslun Fjallraven á Laugavegi og minjagripabúða í miðbænum, verði úrskurðað gjaldþrota. „Það væri auðvitað óskandi að það kæmi einhver af himnum ofan og tæki við rekstrinum og héldi þessu fólki í vinnu en ég held að það sé draumur sem verður að vera draumur. En þegar fyrirtæki fer í þrot tekur ákveðið ferli við. Það er alltaf vont ef það er dráttur á því að það komi staðfesting á gjaldþroti,“ segir Bryndís. Slíkur dráttur þýði sömuleiðis að dráttur verði á úrræðum fyrir starfsmenn, til að mynda atvinnuleysisbótum. Engin dramatík Innt eftir því hvernig andrúmsloftið hafi verið á fundinum segir Bryndís að það hafi verið eins og við var að búast. „Fólk var að missa vinnuna sína. En það var engin dramatík. Auðvitað mikið að innbyrða og miklar upplýsingar. En við munum senda hverjum og einum upplýsingapóst svo þeir fái betri upplýsingar.“ Stundin hefur upp úr bréfi Jóhanns framkvæmdastjóra til starfsmanna á sunnudag að hann hygðist leita að frekari fjármögnun næstu daga. Bryndís segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir mikilli bjartsýni af hálfu stjórnenda í því samhengi á fundinum. „Það var frekar þannig að fyrirtækið væri að ganga frá því þannig að það kæmist sem fyrst í þrot,“ segir Bryndís.
Verslun Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45