Kjaramál

Fréttamynd

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Innlent
Fréttamynd

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Flugmenn og Icelandair funda

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair

Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí.

Innlent
Fréttamynd

„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn

Viðskipti innlent