Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór með liði ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019. Hann sneri aftur til ÍR um haustið, eftir stutt stopp í Frakklandi, en sleit krossband í hné í fyrsta leik og spilaði ekki meira fyrir liðið. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“ Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn