Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 12:21 Friðrik formaður BHM er afar gagnrýninn á uppsagnirnar á skrifstofum Eflingar. Hann telur einsýnt að þar sé Sólveig Anna Jónsdóttir formaður að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. „Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
„Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36