Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 12:21 Friðrik formaður BHM er afar gagnrýninn á uppsagnirnar á skrifstofum Eflingar. Hann telur einsýnt að þar sé Sólveig Anna Jónsdóttir formaður að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. „Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Innlent Fínasta grillveður í kortunum Innlent Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Innlent Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira
„Þessar fréttir af yfirvofandi hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar vekja óhug. Ýmislegt orkar hér tvímælis að því er virðist og nokkuð líklegt að ef hér væri á ferð atvinnurekandi innan vébanda Samtaka atvinnulífsins sem færi fram með þessum hætti að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu afdráttarlaus,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Verið að losa sig við óæskilega starfsmenn Friðrik telur blasa við að með uppsögnunum sé Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var að taka við stjórnartaumunum í Eflingu eftir hlé, sé að losa sig við „óæskilega starfsmenn“: „Vissulega er það svo að ef starfsmenn t.d. í félagspólitísku umhverfi vinna beinlínis gegn lýðræðislega kjörinni forystu að þá verður eitthvað undan að láta. Hér er hins vegar beitt öðrum rökum sem hver um sig vekja upp enn frekari spurningar.“ Drífa Snædal forseti ASÍ var viðstödd starfsmannafund starfsmanna Eflingar sem fram fór á skrifstofu Eflingar og hún sagði, líkt og Friðrik, að uppsagnirnar vektu upp ýmsar spurningar. Jafnlaunastaðall misnotaður Friðrik segir að vísað sé í skipulagsbreytingar, breytt hæfnisviðmið og starfslýsingar við uppsagnirnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Við í verkalýðshreyfingunni þekkjum þessar skýringar af engu öðru en að hafa þann tilgang að lækka laun. Það að verkalýðsfélag gangi fram með þeim hætti er „athyglisvert“ svo ekki sé meira sagt.“ Friðrik segir ennfremur að vísað sé í jafnlaunastaðal en hann sé yfirleitt nýttur til að hækka laun til að ná jöfnuði milli kynja. Það sé hins vegar nýlunda, svo ekki sé meira sagt, að hann sé misnotaður til að réttlæta uppsagnir. „Í ljósi starfsöryggis starfsfólk Eflingar – ef það er svo að laun þar séu hærri en gengur og gerist – er kannski ekki óeðlilegt að þau njóti þess með bættum kjörum hvað það er greinilega hverfult að starfa á þeirra vettvangi.“ Friðrik segir fróðlegt að sjá hvort fram komi formleg tilkynning um hópuppsögn frá Eflingu. Drífa hvetur stjórnarmenn að endurskoða ákvörðun sína Uppfært 12:44 Drífa hefur nú hnykkt á því, á sinni Facebook-síðu, sem hún sagði í samtali við fréttastofu að afloknum starfsmannafundi Eflingar í morgun. Drífa er ómyrk í máli: „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ segir Drífa þar. Hún segir nauðsynjalausar hópuppsagnir aðför að réttindum launafólks og gangi gegn atvinnu- og afkomuöryggi. Nú ríki upplausn og ljóst að mikil reynsla og þekking hverfur úr húsi: Þekking á túlkun kjarasamninga, greiðslum úr sjúkrasjóðum, fræðslusjóðum, úthlutun orlofshúsa, ráðgjöf um starfsendurhæfingu, innheimtu vangoldinna launa og allt annað sem stéttarfélög vinna að dags daglega. Svipmynd frá baráttufundi Eflingar vegna verkfalla. Þarna ganga þær hlið við hlið fremstar í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir nú formaður og Agnieszka Ewa Ziółkowska. Þar hefur orðið vík milli vina.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Félagsfólk Eflingar sem treystir á aðstoð síns stéttarfélags situr uppi með laskað félag,“ segir Drífa sem tekur fram að hún myndi fordæma öll fyrirtæki sem stæðu fyrir slíkum gjörðum. Hún hvetur stjórnarmenn Eflingar sem samþykktu uppsagnirnar að endurskoða ákvörðunina. ASÍ muni taka málið fyrir á sínum vettvangi. Meðal þeirra sem starfa á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR en fréttastofu tókst ekki að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni þar, nú fyrir hádegi.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Innlent Fínasta grillveður í kortunum Innlent Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Innlent Þingfundi ítrekað frestað meðan þingflokksformenn funda Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36