Kjaramál

Fréttamynd

Bitist um Valsheimilið

KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Launamunur kynjanna óbreyttur

Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að afstýra verkfalli

Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla

Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri.

Innlent
Fréttamynd

SA segja fyrirtækin í rétti

Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt.

Innlent
Fréttamynd

Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi

Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra.

Innlent