Kjarasamningum VR líklega sagt upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka." Kjaramál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka."
Kjaramál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira