„Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 10:29 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30
Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00
Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00