Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi fá þriðjungs launahækkun og lengri uppsagnarfrest Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 20:15 Stefán Pétursson er formaður LSOS. Vísir/Stefán „Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS. Kjaramál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS.
Kjaramál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira