Kjaramál „Bara“ kennari „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Skoðun 17.9.2024 11:01 Hvað er niðurskurðarstefna? Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Skoðun 17.9.2024 09:31 Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Innlent 16.9.2024 20:18 Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. Innlent 14.9.2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Innlent 13.9.2024 14:11 Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði. Skoðun 13.9.2024 10:33 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. Innlent 12.9.2024 21:44 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. Innlent 12.9.2024 19:02 Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skoðun 11.9.2024 08:31 „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Innlent 10.9.2024 19:33 Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. Innlent 10.9.2024 15:35 Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Skoðun 10.9.2024 08:01 Aðgerðir fyrir heimilin strax! Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Skoðun 9.9.2024 20:38 Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Innlent 9.9.2024 19:19 Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Innlent 9.9.2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Innlent 6.9.2024 14:18 Segir algengan misskilning að læknar séu hátekjustétt „Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum. Innlent 31.8.2024 10:00 Dagarnir miklu fleiri hjá Davíð og Ingibjörgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk greidda 143 ótekna orlofsdaga í starfi borgarstjóra. Dagarnir voru 93 hjá Davíð Oddssyni en fyrirkomulag við greiðslu ótekin orlofs var tekið upp þegar hann var borgarstjóri. Markús Örn Antonsson fékk greidda út 90 ótekna orlofsdaga. Innlent 31.8.2024 07:01 Efling og ríkið undirrita kjarasamninga Samninganefnd Eflingar og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður síðdegis í gær. Innlent 30.8.2024 10:31 Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Innlent 28.8.2024 11:59 Hvað kostar stöðugleikinn? Þegar hið svokallaða SALEK samkomulag var undiritað árið 2015 var leitast við að mynda stöðugleika á almennum vinnumarkaði og þá helst gagnvart almennu starfsfólki en á þeim tímapunkti lifði stór hluti þjóðarinnar undir fátækramörkum sökum afleiðinga efnahagshrunsins árið 2008. Skoðun 28.8.2024 09:01 Vísa kjaradeilu starfsmanna hjúkrunarheimila til sáttasemjara Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars. Innlent 27.8.2024 15:14 „Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Innlent 22.8.2024 15:03 Atlaga að kjarasamningum Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Skoðun 22.8.2024 15:01 Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50 Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18 Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27 Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Innlent 20.8.2024 23:05 SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innlent 20.8.2024 18:24 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 157 ›
„Bara“ kennari „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Skoðun 17.9.2024 11:01
Hvað er niðurskurðarstefna? Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Skoðun 17.9.2024 09:31
Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Innlent 16.9.2024 20:18
Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. Innlent 14.9.2024 08:52
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Innlent 13.9.2024 14:11
Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði. Skoðun 13.9.2024 10:33
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. Innlent 12.9.2024 21:44
Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. Innlent 12.9.2024 19:02
Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skoðun 11.9.2024 08:31
„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Innlent 10.9.2024 19:33
Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. Innlent 10.9.2024 15:35
Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Skoðun 10.9.2024 08:01
Aðgerðir fyrir heimilin strax! Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Skoðun 9.9.2024 20:38
Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Innlent 9.9.2024 19:19
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Innlent 9.9.2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Innlent 6.9.2024 14:18
Segir algengan misskilning að læknar séu hátekjustétt „Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum. Innlent 31.8.2024 10:00
Dagarnir miklu fleiri hjá Davíð og Ingibjörgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk greidda 143 ótekna orlofsdaga í starfi borgarstjóra. Dagarnir voru 93 hjá Davíð Oddssyni en fyrirkomulag við greiðslu ótekin orlofs var tekið upp þegar hann var borgarstjóri. Markús Örn Antonsson fékk greidda út 90 ótekna orlofsdaga. Innlent 31.8.2024 07:01
Efling og ríkið undirrita kjarasamninga Samninganefnd Eflingar og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður síðdegis í gær. Innlent 30.8.2024 10:31
Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Innlent 28.8.2024 11:59
Hvað kostar stöðugleikinn? Þegar hið svokallaða SALEK samkomulag var undiritað árið 2015 var leitast við að mynda stöðugleika á almennum vinnumarkaði og þá helst gagnvart almennu starfsfólki en á þeim tímapunkti lifði stór hluti þjóðarinnar undir fátækramörkum sökum afleiðinga efnahagshrunsins árið 2008. Skoðun 28.8.2024 09:01
Vísa kjaradeilu starfsmanna hjúkrunarheimila til sáttasemjara Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars. Innlent 27.8.2024 15:14
„Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Innlent 22.8.2024 15:03
Atlaga að kjarasamningum Hafnarfjarðarbær hefur gefið það út að börn í Hafnarfirði eigi héðan í frá að koma með liti og blýanta í skólann til að „sporna gegn sóun“. Það gefur auga leið að sóun lita verður miklu meiri ef öll börn þurfa að eiga gulan, rauðan, grænan og bláan, og auðvitað tré, vax og túss, til að mæta með í skólann. Skoðun 22.8.2024 15:01
Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Viðskipti innlent 22.8.2024 12:50
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. Innherji 22.8.2024 08:18
Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Viðskipti innlent 21.8.2024 20:46
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:27
Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Innlent 20.8.2024 23:05
SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innlent 20.8.2024 18:24
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent