Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 19:07 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segist ekki hafa upplifað nauðsynlegan samningsvilja meðal kennara um helgina. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður SÍS segir fullyrðingu Þorsteins Sæberg, formanns Skólastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd KÍ um að „pólitík“ hafi sett strik í reikninginn þegar lítið bar á milli deiluaðila, með ólíkindum. Samninganefnd SÍS skilji ekki hvert tilefni ummælana hafi verið. Með ólíkindum að tillögunni hafi verið hafnað „Auðvitað fengum við öll miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi og tókum afstöðu til hennar, það gerðu hins vegar ekki kennarar. Við sátum um helgina og vorum að reyna að sjá hvað það væri sem væri hindrun þess að við stigjum þetta risastóra skref og þegar upp var staðið í gærkvöldi virtist ekki vera vilji til að loka þessu. Það er auðvitað sorglegt fyrir okkur og mikið áföll því við vorum búin að teygja okkur mjög langt og tryggja þeim verulegar kjarabætur og launhaækkanir,“ segir hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá einnig: Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Hún segir sveitarfélögin hafa verið tilbúin að sætta sig við verulegar kjarabætur, slíkar að óljóst væri hvernig þær yrðu fjármagnaðar en að enginn samningsvilji hafi verið hjá hinni fylkingunni. „Þær hefðu tryggt kennurum vel yfir 20 prósent launahækkun á þessu tímabili sem samningurinn átti að gilda. Plús það að við vildum fá þá með okkur í þessa hlutlægu vegferð sem við höfum farið í með öllum öðrum starfsmönnum okkar að meta virði starfanna á hlutlægan og faglegan hátt þannig að þá sé hægt að bera saman bæði við störf innan hins opinbera en líka á almennum markaði,“ segir hún. „Og það er jú það sem þeir hafa verið að kalla eftir þannig okkur fannst með ólíkindum að ekki hafi verið hægt að sætta sig við þessa tillögu,“ segir Heiða Björg. Höfða mál á hendur kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í dag að það hafi höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandinu og krefjist þess að yfirstandandi verkföll verði dæmd ólögmæt. SÍS telur að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Sjá einnig: Stefna kennurum Heiða segir slíka vegferð hafa verið skoðaða fyrr í deilunni en öll áhersla hafi verið lögð á það að ná samkomulagi. Samninganefnd SÍS hafi ekki upplifað þann samningsvilja sem þarf um helgina. „Þá fannst okkur rétt að fá úr þessu skorið. Þetta er okkar leið. Gerðardómur getur skorið úr um hvort okkar hafi rétt fyrir sér og það er rétt að gera það. Við verðum líka að geta svarað, börnum, foreldrum og sveitarstjórnarfólki og stjórnendum hvað er rétt. Það verður skorið úr um það og því fyrr því betra,“ segir Heiða Björg. Allsherjarverkfall möguleiki Verður niðurstaðan ef dómurinn fellur ykkur í vil ekki bara allsherjarverkfall? „Það er auðvitað skólaskylda í landinu. Okkur ber að veita börnum menntun. Þarna eru, út frá einhverjum forsendum sem við þekkjum ekki, valdir skólar innan sveitarfélaga og samkvæmt lögum teljum við sanngjarnara að öll börnin í sveitarfélaginu fari á sama tíma í verkfall. Foreldrar hafa talað um það, börnin hafa talað um það. Okkur finnst okkar ábyrgð að fá úr því skorið. Sé það ekki þannig þá þarf að skoða það,“ segir Heiða. Hún segist búast við því að málið hljóti flýtimeðferð og að vonandi verði niðurstaða komin í þessari viku.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent