Noregur

Fréttamynd

For­sjá varla á­kveðin út­frá erfða­fræði­legum tengslum

Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðar­lega

Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar.

Lífið
Fréttamynd

Åge Hareide látinn

Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Það hafi víst verið haft sam­ráð við sjávarút­veginn

Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 

Innlent
Fréttamynd

Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum við­töku

Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð.

Erlent
Fréttamynd

Uggur í læknum og sam­töl við Norður­lönd nauð­syn­legt

Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Með byssu í stærstu verslunar­mið­stöð Oslóar

Lögreglan í Osló hefur handtekið mann sem sagður er hafa mætt með skotvopn í verslunarmiðstöðina Storo, þá stærstu í borginni, og hleypt þar af allavega einu skoti. Maðurinn mun hafa verið handtekinn en fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri verslunarmiðstöðinni í bili.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn kaupa lang­dræg vopn og kaf­báta fyrir milljarða

Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Vöruðu við því að Banda­ríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu

Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Norskt fyrir­tæki veðjar á raf­knúna sjó­flug­vél

Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát.

Erlent
Fréttamynd

Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kali­forníu

„Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar.

Menning
Fréttamynd

Á­litin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi

Ingibjörg Jóhannsdóttir starfar sem djákni á Austfjörðum en hefur verið vígð sem prestur í Noregi. Hún gagnrýnir að hún geti ekki starfað sem prestur á Íslandi. Norskur prestur, sem hefði farið sömu leið og hún í menntun, fengi að vinna sem prestur á Íslandi. Ingibjörg og eiginmaður hennar, sem einnig er prestur, telja að þörf sé á að endurskoða hæfniskröfur til presta á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norður­slóðum

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø.

Erlent
Fréttamynd

And­staða eykst í Noregi gegn aðild

Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks.

Erlent
Fréttamynd

Út­skýrði næstu skref fyrir Krist­rúnu og kollegum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn

Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið.

Lífið