Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. desember 2025 13:12 Mette-Marit og Hákon ásamt dóttur sinni Ingrid Alexöndru. Rune Hellestad - Corbis/Corbis via Getty Images Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar. Prinsessan og Hákon krónprins upplýsa um þetta í viðtali við norska ríkisútvarpið. Greint var frá því fyrir rúmu ári að prinsessan væri með lungnasjúkdóm sem kallast lungnatrefjun og fór svo í október að hún tók sér frí frá störfum vegna sjúkdómsins. Í einlægu viðtali við norska miðilinn segir hún að ástandið hafi nú versnað og að nú muni hún þurfa lungnaígræðslu. „Við höfum vitað það allan tímann að svona virkar þessi sjúkdómur. Mér fannst þetta samt gerast hraðar heldur en ég hafði ímyndað mér og vonað,“ segir prinsessan. „Ég á mjög erfitt með tilhugsunina um þetta næsta skref, því þetta er aðgerð sem innifelur mikla áhættu.“ Prinsessan segir að það erfiðasta sé að geta ekki gert sömu hluti og hún gat áður. Málið hafi tekið á og líkir Hákon krónprins því við sorgarferli að takast á við stöðuna, sorgarferli fyrir alla fjölskylduna. „Og þegar við sitjum kyrr þá lítur það út eins og það sé allt í himnalagi hjá henni. En við tökum eftir því að hún á erfiðara með andardrátt, er með minni orku og er oftar veik og þetta gerist allt mjög hratt. Þannig að við sem erum henni nánust tökum vel eftir þessu,“ segir krónprinsinn. Mette-Marit segist hafa sætt sig við það að hún muni þurfa á lungnaígræðslu að halda. Hún segist fegin að þurfa ekki að taka sjálf ákvörðun um hvenær, en það er í höndum lækna hennar. Þar er yfirlæknirinn Martin Holm með ákvarðanavaldið en hann ræðir ástand prinsessunnar við NRK. Tímasetningin skipti öllu „Við hugum að lungnaígræðslu þegar útlit er fyrir að henni stafi lífshætta af sjúkdómnum. Ígræðsla er einungis framkvæmd til þess að bjarga lífum,“ útskýrir læknirinn sem segir tímasetninguna skipta máli þar sem um viðamikla aðgerð sé að ræða. Prinsessan sé enn ekki á biðlista eftir ígræðslu, staðan sé ekki nógu alvarleg. „En við vitum að þetta er lífshættulegur sjúkdómur, þannig að við þurfum að vera undirbúin. Við fylgjumst vel með fólki sem er með þennan sjúkdóm. Hin ýmsu próf geta veitt okkur vísbendingar um lífslíkurnar og hvenær þörf er á ígræðslu. Ástand hennar hefur versnað 2025 sem þýðir að við þurfum að huga að þessu og fylgjumst betur með.“ Hann segir prinsessuna ekki verða tekna fram fyrir aðra í röðinni þegar hún fer á lista yfir líffæraþega. Það sé eðli málsins samkvæmt ekki hægt þar sem þurfi líffæri í réttum blóðflokki og í réttri stærð. „Við tökum mið af því hverjir á lista geta þegið líffærið. Svo verður að velja út frá því hver er veikastur og á minnstan tíma í að bíða.“ Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06 Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. 16. september 2025 11:44 Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Prinsessan og Hákon krónprins upplýsa um þetta í viðtali við norska ríkisútvarpið. Greint var frá því fyrir rúmu ári að prinsessan væri með lungnasjúkdóm sem kallast lungnatrefjun og fór svo í október að hún tók sér frí frá störfum vegna sjúkdómsins. Í einlægu viðtali við norska miðilinn segir hún að ástandið hafi nú versnað og að nú muni hún þurfa lungnaígræðslu. „Við höfum vitað það allan tímann að svona virkar þessi sjúkdómur. Mér fannst þetta samt gerast hraðar heldur en ég hafði ímyndað mér og vonað,“ segir prinsessan. „Ég á mjög erfitt með tilhugsunina um þetta næsta skref, því þetta er aðgerð sem innifelur mikla áhættu.“ Prinsessan segir að það erfiðasta sé að geta ekki gert sömu hluti og hún gat áður. Málið hafi tekið á og líkir Hákon krónprins því við sorgarferli að takast á við stöðuna, sorgarferli fyrir alla fjölskylduna. „Og þegar við sitjum kyrr þá lítur það út eins og það sé allt í himnalagi hjá henni. En við tökum eftir því að hún á erfiðara með andardrátt, er með minni orku og er oftar veik og þetta gerist allt mjög hratt. Þannig að við sem erum henni nánust tökum vel eftir þessu,“ segir krónprinsinn. Mette-Marit segist hafa sætt sig við það að hún muni þurfa á lungnaígræðslu að halda. Hún segist fegin að þurfa ekki að taka sjálf ákvörðun um hvenær, en það er í höndum lækna hennar. Þar er yfirlæknirinn Martin Holm með ákvarðanavaldið en hann ræðir ástand prinsessunnar við NRK. Tímasetningin skipti öllu „Við hugum að lungnaígræðslu þegar útlit er fyrir að henni stafi lífshætta af sjúkdómnum. Ígræðsla er einungis framkvæmd til þess að bjarga lífum,“ útskýrir læknirinn sem segir tímasetninguna skipta máli þar sem um viðamikla aðgerð sé að ræða. Prinsessan sé enn ekki á biðlista eftir ígræðslu, staðan sé ekki nógu alvarleg. „En við vitum að þetta er lífshættulegur sjúkdómur, þannig að við þurfum að vera undirbúin. Við fylgjumst vel með fólki sem er með þennan sjúkdóm. Hin ýmsu próf geta veitt okkur vísbendingar um lífslíkurnar og hvenær þörf er á ígræðslu. Ástand hennar hefur versnað 2025 sem þýðir að við þurfum að huga að þessu og fylgjumst betur með.“ Hann segir prinsessuna ekki verða tekna fram fyrir aðra í röðinni þegar hún fer á lista yfir líffæraþega. Það sé eðli málsins samkvæmt ekki hægt þar sem þurfi líffæri í réttum blóðflokki og í réttri stærð. „Við tökum mið af því hverjir á lista geta þegið líffærið. Svo verður að velja út frá því hver er veikastur og á minnstan tíma í að bíða.“
Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06 Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. 16. september 2025 11:44 Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06
Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. 16. september 2025 11:44
Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4. nóvember 2025 17:06