Færeyjar

Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar safna fyrir Grind­víkinga

Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. 

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyskir nem­endur sagðir beita kennara of­beldi

Meðlimur í kennarasambandi Færeyja hefur kvatt kollega sína til þess að vera duglegri að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi nemenda sinna. Hann segir hafa borið á því að nemendur beiti kennara sína ofbeldi í auknum mæli. Þeir kasti bókum og pennum í kennara, sem segi tímaspursmál hvenær þeir verða barðir og þaðan af verra.

Erlent
Fréttamynd

Þjálfari Júlíusar sak­felldur

Mikkjal Thomas­sen, þjálfari norska knatt­spyrnu­fé­lagsins Fredrikstad, hefur verið dæmdur í þrjá­tíu daga skil­orðs­bundið fangelsi af dóm­stóli í Fær­eyjum í kjöl­far hótunar sem hann beindi að knatt­spyrnu­manni í Fær­eyjum í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Sóttu eldisstjóra til Færeyja

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag

Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við.

Erlent
Fréttamynd

Vælkomin til framtíðina!

Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?".

Skoðun
Fréttamynd

Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi

Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum.

Erlent