Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2024 10:40 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Voga-flugvelli síðastliðinn þriðjudag. Var þetta eina og síðasta lending hennar í Færeyjum? Jónis Albert Nielsen/jn.fo Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. Komu þotunnar til Færeyja var fagnað síðastliðinn þriðjudag með móttökuathöfn að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Um kvöldið fór hún í sitt fyrsta fraktflug með ferskan lax til New York með millilendingu í Keflavík. Morguninn eftir var henni flogið til Billund í Danmörku. Svo virðist sem einhvers misskilnings hafi gætt um hver hefði forræði málsins og að ráðamenn flugvallarins í Vogum hafi gefið til að kynna að ekkert yrði því til fyrirstöðu að þota FarCargo gæti notað flugvöllinn. Færeysk flugvallaryfirvöld sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem fram kemur að danska samgöngustofan sé eina stjórnvaldið sem geti veitt slíkt leyfi. Þotan fékk heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu á þriðjudag.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, segist hafa verið í góðri trú um að sænski flugrekstraraðilinn West Atlantic væri kominn með undanþágu til að lenda þessari tegund flugvéla í Færeyjum. Flugvallaryfirvöld í Vogum segja núna að það hafi aðeins verið undanþága fyrir einni ferð, jómfrúarfluginu. Slík einskiptis leyfi hafi nokkrum sinnum verið veitt á undanförnum árum þegar stærri flugför hafi óskað eftir að lenda, þar á meðal herflugvélar. Í öryggisflokkun danskra samgönguyfirvalda er Voga-flugvöllur með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. Það þýðir að flugvélar eins og Boeing 737 og Airbus A320 mega nota flugvöllinn. Til að stærri þotur eins og Boeing 757 og 767 fái að lenda þyrfti völlurinn að vera með kóða D, sem leyfir allt að 52 metra vænghaf, en flokkarnir eru gefnir út af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Þotan við flugstöðina í Vogum í Færeyjum í síðustu viku. Þar hafði hún fjögurra klukkustunda viðdvöl áður en flogið var með fyrsta farminn til New York um Keflavík.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Í yfirlýsingu flugvallarins í Vogum kemur fram að ósk um leyfi fyrir Boeing 757-þotu FarCargo hafi fyrst verið lögð inn í september 2022. Dönsk samgönguyfirvöld hafi snemma árs 2023 beðið um að umsókninni yrði skipt upp í nokkra hluta. Það hafi síðan verið gert en síðustu umsóknir hafi ekki verið sendar inn til danska stjórnvaldsins fyrr en 31. janúar 2024 og 26. febrúar 2024. Beðið sé eftir að þær verði afgreiddar. Óskað hafi verið eftir varanlegri undanþágu. Boeing 757-þota FarCargo hefur staðið óhreyfð á flugvellinum í Billund frá því á miðvikudag. Á meðan er reynt að greiða úr málum gagnvart dönskum samgönguyfirvöldum. Stöð 2 fjallaði um flugmál Færeyinga í þessari frétt árið 2013: Færeyjar Fréttir af flugi Danmörk Fiskeldi Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Samgöngur Boeing Tengdar fréttir Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Komu þotunnar til Færeyja var fagnað síðastliðinn þriðjudag með móttökuathöfn að viðstöddum helstu ráðamönnum eyjanna. Um kvöldið fór hún í sitt fyrsta fraktflug með ferskan lax til New York með millilendingu í Keflavík. Morguninn eftir var henni flogið til Billund í Danmörku. Svo virðist sem einhvers misskilnings hafi gætt um hver hefði forræði málsins og að ráðamenn flugvallarins í Vogum hafi gefið til að kynna að ekkert yrði því til fyrirstöðu að þota FarCargo gæti notað flugvöllinn. Færeysk flugvallaryfirvöld sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem fram kemur að danska samgöngustofan sé eina stjórnvaldið sem geti veitt slíkt leyfi. Þotan fékk heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu á þriðjudag.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, segist hafa verið í góðri trú um að sænski flugrekstraraðilinn West Atlantic væri kominn með undanþágu til að lenda þessari tegund flugvéla í Færeyjum. Flugvallaryfirvöld í Vogum segja núna að það hafi aðeins verið undanþága fyrir einni ferð, jómfrúarfluginu. Slík einskiptis leyfi hafi nokkrum sinnum verið veitt á undanförnum árum þegar stærri flugför hafi óskað eftir að lenda, þar á meðal herflugvélar. Í öryggisflokkun danskra samgönguyfirvalda er Voga-flugvöllur með viðmiðunarkóða C, sem leyfir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. Það þýðir að flugvélar eins og Boeing 737 og Airbus A320 mega nota flugvöllinn. Til að stærri þotur eins og Boeing 757 og 767 fái að lenda þyrfti völlurinn að vera með kóða D, sem leyfir allt að 52 metra vænghaf, en flokkarnir eru gefnir út af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Þotan við flugstöðina í Vogum í Færeyjum í síðustu viku. Þar hafði hún fjögurra klukkustunda viðdvöl áður en flogið var með fyrsta farminn til New York um Keflavík.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Í yfirlýsingu flugvallarins í Vogum kemur fram að ósk um leyfi fyrir Boeing 757-þotu FarCargo hafi fyrst verið lögð inn í september 2022. Dönsk samgönguyfirvöld hafi snemma árs 2023 beðið um að umsókninni yrði skipt upp í nokkra hluta. Það hafi síðan verið gert en síðustu umsóknir hafi ekki verið sendar inn til danska stjórnvaldsins fyrr en 31. janúar 2024 og 26. febrúar 2024. Beðið sé eftir að þær verði afgreiddar. Óskað hafi verið eftir varanlegri undanþágu. Boeing 757-þota FarCargo hefur staðið óhreyfð á flugvellinum í Billund frá því á miðvikudag. Á meðan er reynt að greiða úr málum gagnvart dönskum samgönguyfirvöldum. Stöð 2 fjallaði um flugmál Færeyinga í þessari frétt árið 2013:
Færeyjar Fréttir af flugi Danmörk Fiskeldi Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Samgöngur Boeing Tengdar fréttir Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54