Tímamót

Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör og Sara Linneth trú­lofuð

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára af­mæli Gústa B

Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. 

Lífið
Fréttamynd

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp

Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið tilkynnti á Instgram í gær að von sé á dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka gáfu dótturinni nafn

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir skírðu frumburðinn við hátíðlega athöfn í heimahúsi á dögunum. Stúlkunni var gefið nafnið Gróa. 

Lífið
Fréttamynd

„Þrjú verða fjögur“

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Ævin­týrið á Spáni breyttist í mar­tröð

Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi.

Lífið
Fréttamynd

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið
Fréttamynd

50 ára af­mæli D&D fagnað með frí­merkjum

Póstþjónustan í Bandaríkjunum (USPS) hefur ákveðið að gefa út frímerkjasett til að marka 50 ára afmæli hlutverkaspilsins Dungeons & Dragons. Um verður að ræða 20 frímerkja örk, með 10 mismunandi myndum.

Erlent
Fréttamynd

Hættir hjá Geisla­vörnum eftir 38 ára starf

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Benni og Eva eiga von á sjötta barninu

Benedikt Brynleifsson trommuleikari og Eva Brink fjármálastjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Lítur sáttur um öxl eftir hátt í fjóra ára­tugi á flugi fyrir Gæsluna

Flugmaðurinn Jakob Ólafsson fagnar í dag 65 ára afmæli. Það eru ekki einu tímamótin í lífi hans heldur flaug hann í gær í síðasta sinn fyrir Landhelgisgæsluna, eftir að hafa starfað fyrir hana meiri hluta lífs síns. Jakob segist líta framtíðina björtum augum og á síðustu áratugi með þakklæti efst í huga.

Lífið
Fréttamynd

Brotkast og Nú­tíminn í eina sæng

Frosti Logason hefur tekið að sér ritstjórn Nútímans. Hann er jafnframt skráður ábyrgðarmaður vefsins, er með einn blaðamann sér við hlið, Atla Má Gylfason, og saman ætla þeir að segja viðteknum fréttaflutningi stríð á hendur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“

Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarhjón ást­fangin í tuttugu ár

Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson fögnuðu tuttugu ára sambandsafmæli þeirra í gær í góðra vina hópi. Hjónin reka bæði hönnunarstofuna HAF Studio og Haf Store.

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka eignuðust stúlku

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eignuðust frumburð sinn 2. nóvember síðastliðinn. Vaka deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Eva Lauf­ey og Haddi eiga von á þriðja barninu

Hjónin Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son eiga von á þriðja barni sínu. Fyrir eiga þau tvær dætur. Eva Laufey deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey eignuðust dreng

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið