Brasilía

Fréttamynd

Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis.

Erlent
Fréttamynd

Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi

Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amason­frum­skóginum

Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna.

Erlent
Fréttamynd

Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Bolsonaro fetar slóðir Trumps

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið.

Erlent
Fréttamynd

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.

Erlent
Fréttamynd

Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október.

Erlent
Fréttamynd

Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára

Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið.

Erlent
Fréttamynd

Fann tvo unga drengi sem hafði verið leitað í mánuð í Ama­son

Tveir ungir drengir af frumbyggjaættum eru komnir í leitirnar eftir að þeirra hafði verið leitað í fjórar vikur í regnskógum Amasón í Brasilíu. Það var skógarhöggsmaður sem fann drengina fyrir tilviljun á þriðjudag og hafa þeir nú verið fluttir á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

186 lík fundist í Petrópolis

Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann

Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Innlent