Ætlaði að skila tæpu tonni kókaíns til glæpagengis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 14:00 Orlando Rollo ásamt Robinho þegar sá síðarnefndi samdi við Santos árið 2020. Hann yfirgaf félagið skömmu síðar vegna viðbragða stuðningsmanna og styrktaraðila við kaupunum. Twitter Orlando Rollo, fyrrum forseti brasilíska stórliðsins Santos, sem jafnframt vann fyrir lögregluna, er sakaður um að hafa tekið við greiðslu frá stærstu glæpasamtökum Brasilíu með það fyrir augum að skila þeim gríðarlegu magni kókaíns úr vörslu lögreglu. Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins. Brasilía Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins.
Brasilía Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira