Rússland

Fréttamynd

Rúmar fimm­tíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður

Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segja Hvaldimír hafa verið skotinn

Dýraverndarhópar í Noregi segja að Semjon, sem gjarnan var kallaður Hvaldimír, „njósnamjaldurinn“ frægi, hafi verið skotinn. Forsvarsmenn Noah og One Whale hafa farið fram á að dauðu hvalsins verði rannsakaður af lögreglunni í Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu

Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna.

Erlent
Fréttamynd

Slysið hörmu­lega muni ekki hafa á­hrif á vopnasendingar

Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina.

Erlent
Fréttamynd

Rekur yfir­mann flug­hersins

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði.

Erlent
Fréttamynd

Stúlka á leik­velli lést í sprengju­á­rás

Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka banda­ríska á­lits­gjafa rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar

Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Átta látnir eftir gísla­töku í rúss­nesku fangelsi

Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Banna trú­fé­lög sem tengjast rúss­nesku kirkjunni

Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald

Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að um­lykja rúss­neskt her­lið í Kúrsk

Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segir til­ganginn með inn­rás í Kúrsk að búa til hlut­laust svæði

Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, segir að með því að ráðast inn í Kúrskhérað í Rússlandi vonast hann til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Hann segist vilja stöðva árásir rússneska hersins þvert yfir landamærin og að þessi gagnsókn hafi verið það sem þurfti.

Erlent
Fréttamynd

Ungir og ó­reyndir Rússar á landa­mærunum

Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast.

Erlent
Fréttamynd

Fjár­magna enn hernað Rúss­lands

Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla.

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínu­menn hafa náð valdi yfir Súdsja

Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Erlent