Bretland

Fréttamynd

Velti fyrir sér „hvaða vit­leysingur væri að skrifa bara eitt­hvað“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin.

Innlent
Fréttamynd

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

„Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London.

Lífið
Fréttamynd

Inbetweeners snúa aftur

Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ian Watkins myrtur af sam­föngum

Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð.

Erlent
Fréttamynd

Funda um friðar­sátt­mála í Egypta­landi á mánu­dag

Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB

Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Embla Wigum flytur aftur á Klakann

Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum hefur ákveðið að flytja aftur til Íslands eftir að hafa búið í fjögur ár í London. Frá þessu greinir Embla í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ó­raun­veru­legt að kaupa í­búð í mið­borg London

„Það besta er kannski þessi tilfinning að geta vaknað á morgnana og hugsað: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?“ segir Diljá Helgadóttir lögmaður og framkvæmdastjóri á lögfræðisviði sem lifir draumalífi í stórborginni London þar sem hver dagur er ævintýri. Hún ræddi við blaðamann um lífið úti og nýafstaðna brúðkaupsveislu en hún giftist eiginmanni sínum í annað sinn í ungverskri höll í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Rekja and­lát dóttur að hluta til sam­særis­kenninga móður

Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Einn hinna látnu skotinn af lög­reglu og annar særður

Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum.

Erlent
Fréttamynd

Baunar á kókaða söng­konu fyrir baktal

Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð.

Tónlist
Fréttamynd

Gal­opnar sig og segist ætla að breyta hlutunum

Vilhjálmur Bretaprins segist ætla að breyta breska konungsveldinu þegar hann verður konungur. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti kanadíska leikaranum Eugene Levy í Windsor-kastala fyrir sjónvarpsþáttaröðina The Reluctant Traveller sem er úr smiðju Apple TV+-streymisveitunnar.

Lífið
Fréttamynd

Jane Goodall látin

Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. 

Erlent
Fréttamynd

Hefur engan á­huga á góð­lát­legum orðum Watson

Breski rithöfundurinn J.K Rowling segir leikkonuna Emmu Watson ekki gera sér grein fyrir því hve fáfróð hún sé, í langri færslu um leikkonuna og samband þeirra á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hún segir leikkonuna blinda á eigin forréttindi og segist vonsvikin að hún hafi ekki komið sér til varnar.

Lífið
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið