Japan

Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum
Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun.

Sagðir ætla að hafna samruna við Honda
Útlit er fyrir að ekkert verði að samruna Nissan og Honda, bílaframleiðendanna japönsku. Stjórn Nissan er sögð ætla að hafna samrunanum, sem hefði skapað þriðja stærsta bílaframleiðanda heims.

Tvö geimför á leið til tunglsins
Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel.

Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð
Risavaxinn túnfiskur seldist til hæst bjóðanda á uppboði í Japan fyrir 207 milljón jen sem jafngildir um 183 milljónum íslenskra króna. Fiskurinn vó 276 kíló.

Látin 116 ára að aldri
Tomiko Itooka er látin 116 ára að aldri en hún var talin elsta manneskja heims af Guinnes World Records áður en hún lést.

„Svarta ekkjan“ fannst látin
Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“.

Ræða samruna Honda og Nissan
Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.

Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan
Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði.

Eftirlifendur fá friðarverðlaun
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna.

Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap
Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október.

Sendiherrann vinsæli á útleið
Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, hefur verið skipaður sendiherra Japans á Samóa og mun því yfirgefa landið á næstunni.

Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn
Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði.

Verðugir verðlaunahafar
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi.

Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels
Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur.

Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu
Rapparinn Kanye West og arkitektinn Bianca Censori eru sögð vera á barmi skilnaðar eftir tveggja ára hjónaband. Ekki hefur sést til hjónanna saman meðal almennings í tvær vikur.

Watson skal áfram sæta gæsluvarðhaldi
Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi.

Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við
Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun.

Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti.

Sýknaður eftir meira en 50 ár á dauðadeild
Iwao Hakamada, sem dæmdur var til dauða í Japan árið 1968, hefur verið formlega sýknaður. Enginn í heiminum hefur setið lengur á dauðadeild en Hakamada.

Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár
Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa.

Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn
Japanskir vísindamenn hafa hlotið IG Nóbelsverðlaunin fyrir þá uppgötvun sína að spendýr geta „andað“ með endaþarminum. Uppgötvunin hefur leitt til rannsókna á því hvort hægt sé að meðhöndla andnauð „neðan frá“.

Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan
Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær.

Týnd skæri ollu usla á flugvelli í Japan
Þrjátíu og sex flugferðum var aflýst og um tvöhundruð frestað á flugvellinum í Hokkaido í Japan um helgina.

Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri
Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021.

Aflýsir fundi eftir viðvörun um mögulegan ofurskjálfta
Japönsk stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna mögulegs ofurjarðskjálfta í kjölfar stórs skjálfta sem reið yfir á þriðjudag sem mældist 7,1 að stærð.

Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun
Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun.

Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist
Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum.

Send heim af Ólympíuleikunum fyrir að reykja
Fyrirliði japanska fimleikalandsliðsins keppir væntanlega ekki á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð. Hún var nefnilega gripinn við að reykja.

Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum
Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð.

Guðlaug Edda fékk brons og Ólympíudraumurinn er innan seilingar
Þríþrautarkappinn Guðlaug Edda Hannesdóttir fór langleiðina með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar þegar hún lenti í þriðja sæti í Asia Triathlon Cup í Osaka í Japan.