Hrunið

Fréttamynd

Segir Vilhjálm vega að æru látins föður síns

Þorsteinn Víglundsson, varformaður Viðreisnar, segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi vegið að æru Þorsteins og föður hans, Víglundar Þorsteinssonar, með því að ýja að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár. Víglundur lést í nóvember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust

Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað

Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Börnin í búsáhaldabyltingunni

Tíu ár eru liðin frá því að búsáhaldabyltingin hófst. Fjölmörg börn og ungmenni voru á mótmælunum. Þeirra á meðal Logi Pedro Stefánsson, Snærós Sindradóttir og Patrick Jens Scheving Thorsteinsson sem gagnrýna lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Telja Ágúst og Lýð eigendur Dekhill Advisors

Fullyrt er í nýrri bók að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem kenndir eru við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, annað aflandsfélaganna sem talið er að hafi hagnast um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LBI fellur frá dómsmáli

Slitastjórn Landsbankans, LBI, hefur fallið frá dómsmáli gegn fjórum fyrrverandi bankaráðsmönnum Landsbankans sem hófst um mánaðamótin vegna ákvarðana þeirra í aðdraganda bankahrunsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfu Ólafs hafnað af Hæstarétti

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, þess efnis að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum.

Innlent
Fréttamynd

Missti föður sinn og bróður

Alex Ford er fædd árið 1993. Hún er tuttugu og fimm ára gömul námskona og listamaður. Hún segist muna afar lítið eftir upphafi hrunsins og mótmælunum sem urðu í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Afdrif áhrifamanna í bankakerfinu

Bankastjórar, stórir hluthafar í bönkunum og aðrir áhrifamenn í fjármálalífinu hurfu margir hverjir úr sviðsljósinu í kjölfar fjármálahrunsins. Flestir þeirra hafa þó náð að fóta sig að nýju.

Innlent