„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 12:17 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. STÖÐ2 Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét. Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét.
Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51
Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56