Sex þúsund færðust í hlutastörf með mótframlagi í hruninu Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:00 Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm „Eftir bankahrun voru hátt í 1.900 starfsmenn í skertu starfshlutfalli með mótframlag frá Vinnumálastofnun þegar mest var í mars og apríl 2009,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun og bætir við „Mér sýnist að allt í allt hafi um sex þúsund atvinnuleitendur eitthvað komið inn í þetta úrræði, um lengri eða skemmri tíma, en meðaltalið er tæplega ellefu hundruð í hverjum mánuði.“ Þau áform sem nú eru uppi um samninga við starfsfólk um skert starfshlutfall byggja á sambærilegu úrræði og var uppi í kjölfar bankahruns. Úrræðið kom þá í virkni strax eftir hrunið og tók gildi strax í nóvember 2008 segir Karl. Atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt rær nú öllum árum til að tryggja að sem fæstir missi starfið sitt í kjölfar kórónuveirunnar. Uppsagnir verða þó óumflýjanlegar þar sem mörg fyrirtæki sjá fram á að missa stóran hluta tekna sinna um nokkurt skeið. Atvinnulífið á Vísi fjallar um uppsagnir í dag. „Að jafnaði er starfshlutfallið nálægt 60%, skerta starfshlutfallið var hjá flestum ýmist 50% eða 75%, en einnig töluvert um að fólk væri í 60% og 80%,“ segir Karl um það hvernig úrræðið var að nýtast fólki eftir bankahrun sem fékk atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. Greiðslur geta þó ekki numið hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Fórum hæst í 9,3% atvinnuleysi Í dag eru um tíu þúsund manns atvinnulausir og mælist atvinnuleysi nú það sama og var í desember árið 2008. Í gær bárust fregnir um að umsóknir um bætur hrannist inn til Vinnumálastofnunar og gert er ráð fyrir að uppsagnir fjölda starfsfólks muni hefjast strax um næstu mánaðarmót. Ef litið er til reynslunnar eftir bankahrun var toppurinn í atvinnuleysi þó ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir hrunið. Að sögn Karls mældist atvinnuleysi hæst 9,1% í apríl 2009 og síðan 9,3% í febrúar og mars árið 2010. Fari svo að afleiðingar kórónuveirunnar dragist á langinn má ætla að tölur um atvinnuleysi muni fara hækkandi fram á haustmánuði og vara næstu misserin. Karl segir þá hópa sem eru hvað viðkvæmastir fyrir fyrstu uppsögnum helst vera ungt fólk og fólk með erlent ríkisfang. Þetta eru þeir hópar starfsfólks sem oft lenda í fyrstu uppsögnunum. Einnig er þeim hætt við að missa fyrr vinnuna sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega eða vegna skertrar starfsgetu. Karl segir að tölur um atvinnuleysi síðastnefnda hópsins séu ekki teknar saman sérstaklega en starfsfólk stofnunarinnar viti þó til þess að þessir einstaklingar eigi oft erfitt uppdráttar þegar uppsagnir eru tíðar. Enn á eftir að koma í ljós hvaða aðrir hópar verða illa úti í kjölfar uppsagna. Sjónir beinast að starfsfólki í ferðaþjónustu en almennt fara línur ekki að skýrast um kyn, aldur, menntun eða aðrar bakgrunnsupplýsingar fyrr en birtingarmynd afleiðinga kórónuveirunnar er orðin skýrari segir Karl. Vinnumarkaður Hrunið Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Eftir bankahrun voru hátt í 1.900 starfsmenn í skertu starfshlutfalli með mótframlag frá Vinnumálastofnun þegar mest var í mars og apríl 2009,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur á Vinnumálastofnun og bætir við „Mér sýnist að allt í allt hafi um sex þúsund atvinnuleitendur eitthvað komið inn í þetta úrræði, um lengri eða skemmri tíma, en meðaltalið er tæplega ellefu hundruð í hverjum mánuði.“ Þau áform sem nú eru uppi um samninga við starfsfólk um skert starfshlutfall byggja á sambærilegu úrræði og var uppi í kjölfar bankahruns. Úrræðið kom þá í virkni strax eftir hrunið og tók gildi strax í nóvember 2008 segir Karl. Atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt rær nú öllum árum til að tryggja að sem fæstir missi starfið sitt í kjölfar kórónuveirunnar. Uppsagnir verða þó óumflýjanlegar þar sem mörg fyrirtæki sjá fram á að missa stóran hluta tekna sinna um nokkurt skeið. Atvinnulífið á Vísi fjallar um uppsagnir í dag. „Að jafnaði er starfshlutfallið nálægt 60%, skerta starfshlutfallið var hjá flestum ýmist 50% eða 75%, en einnig töluvert um að fólk væri í 60% og 80%,“ segir Karl um það hvernig úrræðið var að nýtast fólki eftir bankahrun sem fékk atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. Greiðslur geta þó ekki numið hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Fórum hæst í 9,3% atvinnuleysi Í dag eru um tíu þúsund manns atvinnulausir og mælist atvinnuleysi nú það sama og var í desember árið 2008. Í gær bárust fregnir um að umsóknir um bætur hrannist inn til Vinnumálastofnunar og gert er ráð fyrir að uppsagnir fjölda starfsfólks muni hefjast strax um næstu mánaðarmót. Ef litið er til reynslunnar eftir bankahrun var toppurinn í atvinnuleysi þó ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir hrunið. Að sögn Karls mældist atvinnuleysi hæst 9,1% í apríl 2009 og síðan 9,3% í febrúar og mars árið 2010. Fari svo að afleiðingar kórónuveirunnar dragist á langinn má ætla að tölur um atvinnuleysi muni fara hækkandi fram á haustmánuði og vara næstu misserin. Karl segir þá hópa sem eru hvað viðkvæmastir fyrir fyrstu uppsögnum helst vera ungt fólk og fólk með erlent ríkisfang. Þetta eru þeir hópar starfsfólks sem oft lenda í fyrstu uppsögnunum. Einnig er þeim hætt við að missa fyrr vinnuna sem á einhvern hátt standa höllum fæti félagslega eða vegna skertrar starfsgetu. Karl segir að tölur um atvinnuleysi síðastnefnda hópsins séu ekki teknar saman sérstaklega en starfsfólk stofnunarinnar viti þó til þess að þessir einstaklingar eigi oft erfitt uppdráttar þegar uppsagnir eru tíðar. Enn á eftir að koma í ljós hvaða aðrir hópar verða illa úti í kjölfar uppsagna. Sjónir beinast að starfsfólki í ferðaþjónustu en almennt fara línur ekki að skýrast um kyn, aldur, menntun eða aðrar bakgrunnsupplýsingar fyrr en birtingarmynd afleiðinga kórónuveirunnar er orðin skýrari segir Karl.
Vinnumarkaður Hrunið Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00