Heilbrigðismál

Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild launa­hækkun Björns Zoëga í kast­ljósi sænskra fjöl­miðla

Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. 

Erlent
Fréttamynd

Hafna at­huga­semdum Sjúkra­trygginga og 175 milljóna kröfu

Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í loft­gæðum innan­húss - brýnt lýð­heilsu­mál

Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

„Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur“

Bjart­­sýnasta spá Land­­spítala um inn­lagnir á legu­­deild vegna Co­vid-19 virðist nú vera að rætast. Verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala segir orða­lagið um bjart­sýna spá villandi og telur nauð­­syn­­legt að herða tak­­markanir.

Innlent
Fréttamynd

„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“

Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða lífs­stíll er góður fyrir heilsuna?

Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum

Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við að hjarðó­næmi náist á næstu vikum eða mánuðum

Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 

Innlent
Fréttamynd

Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn

Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum.

Erlent
Fréttamynd

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna

Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“

Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn.

Lífið
Fréttamynd

„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“

Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Reglur um sóttkví rýmkaðar fyrir þríbólusetta

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglum um sóttkví þríbólusettra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þríbólusettir mega nú sækja vinnu eða skóla og sækja nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

Herinn kallaður til að manna stöður á sjúkrahúsum í Lundúnum

Um það bil 200 hermenn hafa verið kallaðir til starfa á sjúkrahúsum í Lundúnum til að mæta auknum fjölda Covid-veikra og fjölda veikra starfsmanna. Fjörtíu herlæknar munu aðstoða við umönnun sjúklinga en aðrir innrita sjúklinga og halda utan um birgðastöðu, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent