Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 10:54 Kristófer Kristófersson útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði. Bylgjan Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira