Landspítalinn Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. Innlent 16.1.2022 10:45 Heilbrigðisstarfsmenn Orkuhússins hlaupa undir bagga með Landspítala Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og þannig styðja við þjónustu spítalans á þessum krefjandi tímum. Innlent 15.1.2022 17:33 Gjörgæslusjúklingum fækkar Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjörgæsludeild. 45 sjúklingar á spítalanum eru smitaðir. Innlent 15.1.2022 11:56 Tveggja ára stríðsrekstur Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Skoðun 15.1.2022 11:01 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Innlent 15.1.2022 14:51 Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. Innlent 14.1.2022 13:44 Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 14.1.2022 10:15 42 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 42 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. Innlent 14.1.2022 10:03 „Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. Innlent 13.1.2022 20:32 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. Innlent 13.1.2022 19:16 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. Innlent 13.1.2022 09:59 Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Innlent 12.1.2022 19:02 Þetta snýst um fólkið í framlínunni Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Skoðun 12.1.2022 13:01 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Innlent 12.1.2022 09:43 Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. Innlent 11.1.2022 19:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. Innlent 11.1.2022 16:06 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. Innlent 11.1.2022 13:30 Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Innlent 11.1.2022 12:06 39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. Innlent 11.1.2022 09:53 Már og Þórólfur ræddu sóttvarnaaðgerðir fyrir velferðarnefnd Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða gestir á opnum fjarfundi velferðarnefndar klukkan 10 í dag. Efni fundarins er framkvæmd sóttvarnaaðgerða. Innlent 11.1.2022 09:16 Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. Innlent 11.1.2022 06:18 Tafir á rannsókn þar sem kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upplýsingum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana. Innlent 10.1.2022 14:54 Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. Innlent 10.1.2022 13:43 Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. Innlent 10.1.2022 11:05 „Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“ Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu. Innlent 10.1.2022 10:43 37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 36 í gær. Innlent 10.1.2022 10:21 Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Innlent 9.1.2022 13:08 Tveir á níræðisaldri létust af Covid-19 í gær Tveir karlmenn á níræðisaldri létust í gær á Landspítala af völdum Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. 41 hefur nú látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá upphafi faraldurs. Innlent 9.1.2022 11:42 Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Innlent 8.1.2022 19:11 Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Innlent 8.1.2022 18:56 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 59 ›
Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. Innlent 16.1.2022 10:45
Heilbrigðisstarfsmenn Orkuhússins hlaupa undir bagga með Landspítala Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og þannig styðja við þjónustu spítalans á þessum krefjandi tímum. Innlent 15.1.2022 17:33
Gjörgæslusjúklingum fækkar Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjörgæsludeild. 45 sjúklingar á spítalanum eru smitaðir. Innlent 15.1.2022 11:56
Tveggja ára stríðsrekstur Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Skoðun 15.1.2022 11:01
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Innlent 15.1.2022 14:51
Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. Innlent 14.1.2022 13:44
Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 14.1.2022 10:15
42 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 42 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. Innlent 14.1.2022 10:03
„Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. Innlent 13.1.2022 20:32
„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. Innlent 13.1.2022 19:16
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. Innlent 13.1.2022 09:59
Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Innlent 12.1.2022 19:02
Þetta snýst um fólkið í framlínunni Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins. Skoðun 12.1.2022 13:01
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Innlent 12.1.2022 09:43
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. Innlent 11.1.2022 19:56
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. Innlent 11.1.2022 16:06
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. Innlent 11.1.2022 13:30
Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Innlent 11.1.2022 12:06
39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. Innlent 11.1.2022 09:53
Már og Þórólfur ræddu sóttvarnaaðgerðir fyrir velferðarnefnd Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða gestir á opnum fjarfundi velferðarnefndar klukkan 10 í dag. Efni fundarins er framkvæmd sóttvarnaaðgerða. Innlent 11.1.2022 09:16
Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19 Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans. Innlent 11.1.2022 06:18
Tafir á rannsókn þar sem kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upplýsingum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana. Innlent 10.1.2022 14:54
Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“ Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi. Innlent 10.1.2022 13:43
Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. Innlent 10.1.2022 11:05
„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“ Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu. Innlent 10.1.2022 10:43
37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 36 í gær. Innlent 10.1.2022 10:21
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Innlent 9.1.2022 13:08
Tveir á níræðisaldri létust af Covid-19 í gær Tveir karlmenn á níræðisaldri létust í gær á Landspítala af völdum Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. 41 hefur nú látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá upphafi faraldurs. Innlent 9.1.2022 11:42
Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Innlent 8.1.2022 19:11
Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Innlent 8.1.2022 18:56