Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Sækja slasaðan göngumann á Strandir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Freyja komin til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju

Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa heim­siglinguna frá Rotter­dam

Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjan í Þor­láks­höfn reyndist vera eftir­líking

Sprengjudeildir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðar til á áttunda tímanum í morgun vegna torkennilegs hlutar sem fannst á gámasvæðinu í Þorlákshöfn. Aðgerðum lauk um klukkan um klukkan 13 og reyndist engin hætta vera á ferðum. 

Innlent
Fréttamynd

Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey

Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Gera Freyju út frá Siglufirði

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Boða byltingu með nýju flugskýli fyrir Gæsluna

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022 að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu af værum svefni í Hlíðunum við sjúkraflug

Íbúar í Hlíðunum vöknuðu af værum svefni við þyrluflug yfir hverfið í nótt. Þarna var þyrla Landhelgisgæslunnar á ferð. Þyrlunni TF-GNA var flogið af stað á öðrum tímanum í nótt til að sækja veikan aðila á Barðaströnd.

Innlent