Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Myndir: Flugu til Þórs­merkur og Grinda­víkur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Detti­fossi kippt í lag og seinkar um sólar­hring

Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss komið til hafnar

Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það að landi.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dettifoss vélar­vana úti á ballarhafi

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Innlent
Fréttamynd

Þrýst á flug­menn Land­helgis­gæslunnar meðan samningar tefjist

Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Pat­reks­firði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Svifvængjaflugslys við Reynis­fjall

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík eftir slys við svifvængjaflug við Reynisfjall á Suðurlandi um klukkan 14:30. Maðurinn hlaut einhverja áverka en er með meðvitund og ekki í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið við­bragð vegna leka í fiski­báti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í dag í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins.

Innlent
Fréttamynd

Senda þjóðinni „skýr skila­boð“ á óróatímum

Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Kona féll í Svöðufoss

Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Landspítalann í Fossvogi en hún var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu veikan sjó­mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í fiskipskipi um hundrað sjómílum vestur af Snæfellsnesi. Einn var sóttur og fluttur á sjúkrahús.

Innlent