Google

Fréttamynd

Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu.

Erlent
Fréttamynd

Facebook og Google eru blóðsugur

Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Risarnir beina spjótum sínum að „miðli mál­frelsisins“

Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube, Gmail og Google Drive liggja niðri

Notendur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, finna fyrir því þessa stundina að YouTube, Gmail og Google Drive virka ekki sem skyldi. Á vefsíðunni Downdetector má sjá tugþúsundir manna um heim allan tilkynna að þeir geta ekki notað YouTube. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts

Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra

Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?

Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að misgengið, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir.

Skoðun