Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 08:45 Þeir sem dreifa upplýsingafalsi um loftslagsmál á Youtube geta ekki lengur hagnast á auglýsingasölu á miðlinum. Þá verður ekki lengur hægt að kaupa auglýsingar með röngum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Vísir/EPA Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði. Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði.
Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira