Reykjavíkurmaraþon

Fréttamynd

„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“

„Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í hlaupaheiminum vegna ó­vissu með Reykja­víkur­mara­þonið

Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur.

Sport
Fréttamynd

Ó­sáttir karlar flautuðu á Fríðu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. Þá verður því einnig fagnað að 40 ár eru liðin frá því að Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Ári fyrr hafði henni verið meinuð þátttaka, því hún var kona.

Lífið
Fréttamynd

Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkra­tjaldi

Kristján Haf­þórs­son, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykja­víkur­mara­þoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálf­mara­þoni þegar hann rankaði skyndi­lega við sér í sjúkra­tjaldi. Á­stæðan reyndist of­reynsla og of­þornun og flytja þurfti Kristján á Land­spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Styðja við Hjör­dísi sem missti fæturna í kjöl­far sýkla­sóttar­losts: „Hjör­dís er okkar besta kona“

Hjördís Árnadóttir veiktist skyndilega árið 2011 og var lögð inn á spítala eftir sólarhrings veikindi. Í ljós kom að hún var með svæsna sýklasótt sem leiddi til sýklasóttarlosts og þess vegna varð að taka af henni báða fæturna fyrir neðan hné. Hún var þá einstæð, þriggja barna móðir og var veik í langan tíma. Veikindi leiddu til örorku og heilsutjóns sem hún er enn að berjast hetjulegri baráttu við.

Lífið
Fréttamynd

Finnst stundum eins og Almar lifi og sé á leiðinni heim

Veröld Ástu Steinu Skúladóttur hrundi í desember 2021 þegar andleg veikindi drógu Almar Yngva Garðarsson, unnusta hennar, til dauða. Henni líður eins og hún hafi týnt sjálfri sér og finnst sem líf hennar hafi staðið í stað síðan Almar lést. Hún segir minningu hans ekki síst lifa í Eiríki Skúla, fjögurra ára syni þeirra, og þau ætla að hlaupa saman til minningar um hann í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Uppselt í hálfmaraþon og landsmenn í áheitahug

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram á laugardaginn kemur, hefur farið fram úr björtustu vonum mótshaldara. Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eftir í heilmaraþonið, 10 kílómetra hlaupið og Skemmtiskokkið.

Lífið
Fréttamynd

Hleypur ber­brjósta með kú­reka­hatt

Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

„Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“

„Fyrir mér voru þetta mikilvæg fyrstu skref. Það sem skipti mig máli var að þarna fékk ég staðfestingu á minni upplifun. Það var svo gott að koma þarna og læra inn á þessi skref og öll þessi hugtök,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hún nýtti sér þjónustu Kvennaathvarfsins fyrir nokkrum árum og ber því vel söguna.

Lífið
Fréttamynd

Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari

Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.

Lífið
Fréttamynd

„Það var alltaf ein­lægur vilji hans að vera edrú“

„Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir.

Innlent
Fréttamynd

„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“

„Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Komu tómhent heim af fæðingardeildinni

„Eitt af því sem yfirlæknirinn á vökudeildinni sagði við okkur á sínum tíma var að það væri bara tvennt í stöðunni hjá okkur: annað hvort myndi þetta verða of erfitt fyrir okkur og við myndum hætta saman eða við ættum eftir að koma sterkari saman út úr þessu,“ segir Friðrik Svavarsson en hann og sambýliskona hans Steinunn Erla Davíðsdóttir hafa undanfarið ár gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli.

Lífið
Fréttamynd

Fór frá því að vera heimilis­laus fíkill yfir í að vera há­skóla­nemi og móðir

Fyrir sjö árum síðan var Ásdís Birna Bjarkadóttir í harði neyslu fíkniefna og bjó á götunni. Í dag hefur hún lokið fyrsta ári í sálfræði, starfar hjá Velferðferðarsviði og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og er orðin móðir. Hún er ein af þeim sem nýtt hafa skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar og segir þjónustuna hafa skipt sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Söknuðurinn er alltaf til staðar

Brynja Eiríksdóttir var einungis 12 ára gömul þegar faðir hennar, Eiríkur Örn Stefánsson, var bráðkvaddur. Á þeim tíma, árið 2004, var lítill sem enginn stuðningur í boði fyrir einstaklinga sem misst hafa maka og börn þeirra. Það breyttist árið 2013 þegar samtökin Ljónshjarta voru stofnuð og segir Brynja gífurlega mikilvægt að aðstandendur hafi slíkt bakland á meðan tekist er á við sorgina.

Lífið
Fréttamynd

„Saga sem aldrei má gleymast“

„Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. 

Innlent
Fréttamynd

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Sport