„Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2025 08:01 Hafdís segir mikilvægt að fleiri viti af úrræðum á borð við Píeta, og harmar að faðir hennar hafi aldrei vitað að slíkur stuðningur stæði honum til boða. Vísir/Ívar „Pabbi var ekki týpan sem talaði um tilfinningar. Það var alltaf þetta stolt sem hindraði hann í að leita sér hjálpar,“ segir Hafdís Sól Björnsdóttir sem missti föður sinn, Björn Jónsson – tölvunarfræðing, fjölskyldumann og íþróttaunnanda árið 2020. Faðir Hafdísar féll fyrir eigin hendi. Í dag vill Hafdís rjúfa þögnina og segja söguna – ekki til að vekja vorkunn, heldur vitund. Bar harm sinn í hljóði Hafdís lýsir því hvernig fáa hefði nokkurn tímann grunað að faðir hennar væri að glíma við andlega vanlíðan og innri djöfla. Björn lærði tölvunarfræði í Bandaríkjunum á sínum tíma og við heimkomuna til Íslands hóf hann störf sem tölvunarfræðingur hjá Landsvirkjun og vann þar í 32 ár. Hann var mikill íþróttamaður, stundaði golf, skokk og hjólreiðar af krafti. Hann var líka mikill fjölskyldumaður og fannst honum ekkert betra en að komast á golfvöllinn og í sumarbústað þar sem hann naut útivistar og samveru með fjölskyldunni. „Pabbi var búinn að ganga í gegnum margvíslega erfiðleika og áföll í gegnum ævina. Hann lenti til dæmis í því áfalli að missa dóttur sína úr heilahimnubólgu. Tveimur mánuðum síðar kom ég í heiminn og ég get ímyndað mér að pabbi hafi í raun aldrei náð að ganga í gegnum sorgarferlið. Það fylgdi honum alla tíð. Ofan á það bættist við áfall og álag sem fylgdi því þegar bróðir minn kom í heiminn árið 2004,“ segir Hafdís en yngri bróðir hennar, Breki, er fyrsti einstaklingurinn hér á landi sem greinst hefur með svokallað CFC heilkenni; erfðasjúkdóm sem veldur margvíslegum þroskahömlunum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Pabbi var þannig að hann átti erfitt með opna sig um hvernig hann leið og þess hélt hann vanlíðan sinni alltaf út af fyrir sig. Hann leitaði í staðinn í áfengi, það var hans leið til að bæla allt saman niður og deyfa sig. En hann náði alltaf að fela áfengisneysluna svo vel, það bitnaði aldrei á neinu í kringum hann. Á milli þess sem hann drakk var hann besti pabbi sem hægt var að eiga.“ Hún lýsir því að í gegnum árin hafi vanlíðan föður hennar svo sannarlega ekki farið fram hjá henni eða hans nánustu. Maður gat séð það í augunum á honum, þessa sorg og þennan harm sem hann var að glíma við. Maður sá að honum leið alls ekki vel. Þrátt fyrir að pabbi hafi verið að glíma við alla þessa erfiðleika þá áttum við tvö ofboðslega sterkt og náið samband og ég var alltaf mjög mikil „pabbastelpa“ Hann vildi vita hvað mig langaði að gera í lífinu og hvert ég væri að stefna. Ég vildi svo oft segja við pabba að hann mætti alveg segja hvernig honum liði og hvað hann væri að ganga í gegnum; það myndi ekki gera hann að minni manneskju. En það er eins og að segja við manneskju sem vill ekki fara í meðferð að hann verði að hætta að drekka. Það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Hafdís lýsir nánu sambandi sínu við föður sinn og þeirri miklu sorg sem fylgdi fráfalli hans.Vísir/Ívar Faðir Hafdísar hafði farið í áfengismeðferð á Vogi nokkrum mánuðum áður en hann lést. „Líklega var Vogur ekki rétti staðurinn fyrir hann. Þeir sem voru með honum í meðferð voru einstaklingar sem voru af öllum stigum samfélagsins. Hann var miðaldra maður og fjölskyldufaðir í fínni vinnu og þetta særði stoltið hans, ég held að honum hafi fundist erfitt að vera settur í þennan sama flokk og þeir sem voru með honum í meðferð. Hann kom ekki samur út úr meðferðinni. Hann hætti að vísu að drekka, en í staðinn tók þunglyndið og vanlíðan algjörlega yfir,“segir hún og bætir við: „En ekkert okkar grunaði samt nokkurn tímann að hann myndi fara þessa leið. Og þetta var líka mikið áfall fyrir alla hina sem þekktu hann og umgengust hann dagsdaglega. Það vissi nánast enginn hvað honum hafði liðið illa í öll þessi ár, hann náði alltaf að fela það svo vel. Seinustu vikurnar áður en pabbi dó þá leit út fyrir að honum væri farið að líða betur, það var eins og hann væri orðinn jákvæðari og bjartsýnari. Hann talaði mikið um framtíðina og var með allskyns hluti planaða sem hann var spenntur fyrir. Mér skilst reyndar að þetta sé ekki óalgengt hjá þeim sem hafa þegar tekið þá ákvörðun að enda líf sitt. Viðkomandi finnur þá kanski einhverskonar frið með þessum hætti. Syrgir það sem hefði getað orðið Hafdís er rík af systkinum og fjölskyldan hefur staðið þétt á bak við hvort annað í sorgarferlinu undanfarin fimm ár. „Seinasta skiptið sem við pabbi saman, kvöldið áður en hann dó, var svo hversdaglegt og venjulegt. Við sögðum „Love you“ og „Góða nótt“ eins og við gerðum alltaf á hverju kvöldi. Það er svo margar hugsanir sem fara í gegnum hugann og maður veltir fyrir sér öllu mögulegu – hvað ef ég hefði sagt þetta eða gert þetta en ekki hitt. Ég þurfti að læra að takast á við hugsanirnar og taka stjórn á huganum. Vikurnar og mánuðirnir fyrst á eftir eru ennþá í hálfgerðri móðu. En svo þegar ég var fyrst byrjuð að hugsa nokkurn veginn skýrt þá tók ég ákvörðun. Eins skelfilegt og hræðilegt þetta væri þá ætlaði ég ekki að láta þetta taka yfir líf mitt. Ég hugsaði með mér að hugsanlega gæti ég nýtt þessa reynslu til góðs, vekja aðra til umhugsunar, vera hvatning fyrir aðra. Ég vildi ekki að þetta væri eitthvað tabú,“segir Hafdís jafnframt. „Lífið er auðvitað bara þannig að á endanum missa allir foreldra sína. En pabbi var samt bara nýorðinn sextugur þegar hann dó; ég vissi að hann ætti ekki alltaf eftir að vera í lífinu mínu en auðvitað hafði ég séð það fyrir mér að myndi fylgja mér í gegnum þessi stóru augnablik sem ég á eftir, eins og þegar ég útskrifaðist úr háskólanum fyrr í sumar. Það er sárt að hugsa til þess að hann á ekki eftir að sjá börnin mín í framtíðinni eða labba með mér upp að altarinu þegar ég gifti mig, eða fylgjast með því sem ég er að gera í vinnunni. Allir svona viðburðir verða svo „bittersweet” eftir þennan missi. Þú ert að fagna stórum áfanga en á sama tíma vantar manneskjuna sem átti að vera þín hægri hönd í öllu saman. Ég hef svo oft lent í aðstæðum undanfarin fimm ár þar sem að fyrsta hugsunin mín er að hringja í pabba eða leita til hans. Það er líka dálítið merkilegt að þegar þú missir svona náinn ástvin þá fer maður allt í einu að taka eftir allskonar litlum hlutum sem maður var ekkert að pæla í áður. Það eru allskonar litlir hlutir sem voru hrifsaðir í burtu á núlleinni og það myndast risastórt skarð. Hafdís óttaðist fyrst hvernig fólk myndi dæma fjölskylduna eða föður hennar – en í dag ræðir hún hlutina opinskátt.Vísir/Ívar Ég man til dæmis eftir fyrstu jólunum án pabba og hvað þau voru skrýtin. Pabbi hafði alltaf séð um matinn á aðfangadagskvöld, það var hans hlutverk. Allt í einu voru jólin komin og pabbi var ekki lengur. Pabbi var rosalega laghentur, enda hafði honum alltaf langað að verða smiður. Hann var alltaf sá sem sá um að laga og græja allt á heimilinu. Um leið og hann dó var eins og allt væri allt í einu farið brotna og bila á heimilinu.“ Hafdís segir sögu föður síns sýna svart á hvítu að geðræn veikindi fara síst af öllu í manngreiningarálit. „Fyrst eftir að pabbi dó þá varð ég hrædd um að fólk myndi fara að gera sér einhverjar hugmyndir – af því að pabbi féll fyrir eigin hendi. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti að svara fólki, hvað ég ætti að segja við fólk sem var að spyrja mig út í andlát pabba. Ég hugsaði með mér að fólk myndi kanski fara að halda að ég hefði alist upp við hræðilegar aðstæður eða að pabbi hefði verið svona eða hinsegin, af því að hann kaus að fara þessa leið. Ég var hrædd um að það kæmi einhver svona röng ímynd á hvernig fjölskyldulífið mitt var. En ég veit samt miklu betur í dag, það er engin skömm í kringum þetta. Pabbi var einfaldlega þunglyndur og réð ekki við hvernig honum leið. Það að tala um hlutina opinskátt, losa um tilfinningarnar, það hefur hjálpað mér mest af öllu. Og ekki endilega bara við annað fólk, heldur líka upphátt við sjálfa mig. Ég á auðvelt með að tala um þetta allt saman í dag og ef fólk spyr mig út í pabba og það sem gerðist þá svara ég því bara mjög hreinskilningslega. Tekur við keflinu Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Faðir Hafdísar hljóp sjálfur ár eftir ár í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar rannsóknarsjóði CFC-heilkennisins. Núna ætlar Hafdís taka við keflinu og hlaupa fyrir Píeta – í minningu föður síns. Markmið Hafdísar er að tryggja að fleiri fái þá hjálp sem faðir hennar fékk ekki.Vísir/Ívar „Þegar pabbi dó vissi ég ekkert um Píeta samtökin. Ég vissi ekki einu sinni að samtökin væru til. En svo vildi það þannig til að akkúrat um þetta leyti, síðla árs 2020 þá voru samtökin byrjuð með stóra auglýsinaherferð, þar sem það var meðal annars verið að vekja athygli á hversu margir hefðu fallið fyrir eigin hendi þetta ár. Og svo tók maður eftir, sérstaklega í kjölfarið á Covid faraldrinum, að þessi umræða varð ennþá meiri, það var ákveðin vitunarvakning.“ Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins, til stuðnings fyrir einstaklinga sem eru í sjálfsvígs‐ eða sjálfsskaðahugleiðingum. „Ég hef svo oft hugsað um hvað það hefði verið vitundin um slíka hjálp hefði verið meiri þegar pabbi var ennþá á lífi. Pabbi var þannig gerður að það kom aldrei til greina hjá honum að setjast niður með einhverjum sálfræðingi og opna sig um hvernig honum leið. Ég vildi óska þess að hann hefði vitað af þessum valkosti, vitað að hann gæti tekið upp símann og hringt og talað við einhvern- og tekið þannig fyrsta skrefið.“ Hér má heita á Hafdísi og styðja við starfsemi Píeta samtakanna. Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Bar harm sinn í hljóði Hafdís lýsir því hvernig fáa hefði nokkurn tímann grunað að faðir hennar væri að glíma við andlega vanlíðan og innri djöfla. Björn lærði tölvunarfræði í Bandaríkjunum á sínum tíma og við heimkomuna til Íslands hóf hann störf sem tölvunarfræðingur hjá Landsvirkjun og vann þar í 32 ár. Hann var mikill íþróttamaður, stundaði golf, skokk og hjólreiðar af krafti. Hann var líka mikill fjölskyldumaður og fannst honum ekkert betra en að komast á golfvöllinn og í sumarbústað þar sem hann naut útivistar og samveru með fjölskyldunni. „Pabbi var búinn að ganga í gegnum margvíslega erfiðleika og áföll í gegnum ævina. Hann lenti til dæmis í því áfalli að missa dóttur sína úr heilahimnubólgu. Tveimur mánuðum síðar kom ég í heiminn og ég get ímyndað mér að pabbi hafi í raun aldrei náð að ganga í gegnum sorgarferlið. Það fylgdi honum alla tíð. Ofan á það bættist við áfall og álag sem fylgdi því þegar bróðir minn kom í heiminn árið 2004,“ segir Hafdís en yngri bróðir hennar, Breki, er fyrsti einstaklingurinn hér á landi sem greinst hefur með svokallað CFC heilkenni; erfðasjúkdóm sem veldur margvíslegum þroskahömlunum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Pabbi var þannig að hann átti erfitt með opna sig um hvernig hann leið og þess hélt hann vanlíðan sinni alltaf út af fyrir sig. Hann leitaði í staðinn í áfengi, það var hans leið til að bæla allt saman niður og deyfa sig. En hann náði alltaf að fela áfengisneysluna svo vel, það bitnaði aldrei á neinu í kringum hann. Á milli þess sem hann drakk var hann besti pabbi sem hægt var að eiga.“ Hún lýsir því að í gegnum árin hafi vanlíðan föður hennar svo sannarlega ekki farið fram hjá henni eða hans nánustu. Maður gat séð það í augunum á honum, þessa sorg og þennan harm sem hann var að glíma við. Maður sá að honum leið alls ekki vel. Þrátt fyrir að pabbi hafi verið að glíma við alla þessa erfiðleika þá áttum við tvö ofboðslega sterkt og náið samband og ég var alltaf mjög mikil „pabbastelpa“ Hann vildi vita hvað mig langaði að gera í lífinu og hvert ég væri að stefna. Ég vildi svo oft segja við pabba að hann mætti alveg segja hvernig honum liði og hvað hann væri að ganga í gegnum; það myndi ekki gera hann að minni manneskju. En það er eins og að segja við manneskju sem vill ekki fara í meðferð að hann verði að hætta að drekka. Það er ekki hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálpa sér sjálfir. Hafdís lýsir nánu sambandi sínu við föður sinn og þeirri miklu sorg sem fylgdi fráfalli hans.Vísir/Ívar Faðir Hafdísar hafði farið í áfengismeðferð á Vogi nokkrum mánuðum áður en hann lést. „Líklega var Vogur ekki rétti staðurinn fyrir hann. Þeir sem voru með honum í meðferð voru einstaklingar sem voru af öllum stigum samfélagsins. Hann var miðaldra maður og fjölskyldufaðir í fínni vinnu og þetta særði stoltið hans, ég held að honum hafi fundist erfitt að vera settur í þennan sama flokk og þeir sem voru með honum í meðferð. Hann kom ekki samur út úr meðferðinni. Hann hætti að vísu að drekka, en í staðinn tók þunglyndið og vanlíðan algjörlega yfir,“segir hún og bætir við: „En ekkert okkar grunaði samt nokkurn tímann að hann myndi fara þessa leið. Og þetta var líka mikið áfall fyrir alla hina sem þekktu hann og umgengust hann dagsdaglega. Það vissi nánast enginn hvað honum hafði liðið illa í öll þessi ár, hann náði alltaf að fela það svo vel. Seinustu vikurnar áður en pabbi dó þá leit út fyrir að honum væri farið að líða betur, það var eins og hann væri orðinn jákvæðari og bjartsýnari. Hann talaði mikið um framtíðina og var með allskyns hluti planaða sem hann var spenntur fyrir. Mér skilst reyndar að þetta sé ekki óalgengt hjá þeim sem hafa þegar tekið þá ákvörðun að enda líf sitt. Viðkomandi finnur þá kanski einhverskonar frið með þessum hætti. Syrgir það sem hefði getað orðið Hafdís er rík af systkinum og fjölskyldan hefur staðið þétt á bak við hvort annað í sorgarferlinu undanfarin fimm ár. „Seinasta skiptið sem við pabbi saman, kvöldið áður en hann dó, var svo hversdaglegt og venjulegt. Við sögðum „Love you“ og „Góða nótt“ eins og við gerðum alltaf á hverju kvöldi. Það er svo margar hugsanir sem fara í gegnum hugann og maður veltir fyrir sér öllu mögulegu – hvað ef ég hefði sagt þetta eða gert þetta en ekki hitt. Ég þurfti að læra að takast á við hugsanirnar og taka stjórn á huganum. Vikurnar og mánuðirnir fyrst á eftir eru ennþá í hálfgerðri móðu. En svo þegar ég var fyrst byrjuð að hugsa nokkurn veginn skýrt þá tók ég ákvörðun. Eins skelfilegt og hræðilegt þetta væri þá ætlaði ég ekki að láta þetta taka yfir líf mitt. Ég hugsaði með mér að hugsanlega gæti ég nýtt þessa reynslu til góðs, vekja aðra til umhugsunar, vera hvatning fyrir aðra. Ég vildi ekki að þetta væri eitthvað tabú,“segir Hafdís jafnframt. „Lífið er auðvitað bara þannig að á endanum missa allir foreldra sína. En pabbi var samt bara nýorðinn sextugur þegar hann dó; ég vissi að hann ætti ekki alltaf eftir að vera í lífinu mínu en auðvitað hafði ég séð það fyrir mér að myndi fylgja mér í gegnum þessi stóru augnablik sem ég á eftir, eins og þegar ég útskrifaðist úr háskólanum fyrr í sumar. Það er sárt að hugsa til þess að hann á ekki eftir að sjá börnin mín í framtíðinni eða labba með mér upp að altarinu þegar ég gifti mig, eða fylgjast með því sem ég er að gera í vinnunni. Allir svona viðburðir verða svo „bittersweet” eftir þennan missi. Þú ert að fagna stórum áfanga en á sama tíma vantar manneskjuna sem átti að vera þín hægri hönd í öllu saman. Ég hef svo oft lent í aðstæðum undanfarin fimm ár þar sem að fyrsta hugsunin mín er að hringja í pabba eða leita til hans. Það er líka dálítið merkilegt að þegar þú missir svona náinn ástvin þá fer maður allt í einu að taka eftir allskonar litlum hlutum sem maður var ekkert að pæla í áður. Það eru allskonar litlir hlutir sem voru hrifsaðir í burtu á núlleinni og það myndast risastórt skarð. Hafdís óttaðist fyrst hvernig fólk myndi dæma fjölskylduna eða föður hennar – en í dag ræðir hún hlutina opinskátt.Vísir/Ívar Ég man til dæmis eftir fyrstu jólunum án pabba og hvað þau voru skrýtin. Pabbi hafði alltaf séð um matinn á aðfangadagskvöld, það var hans hlutverk. Allt í einu voru jólin komin og pabbi var ekki lengur. Pabbi var rosalega laghentur, enda hafði honum alltaf langað að verða smiður. Hann var alltaf sá sem sá um að laga og græja allt á heimilinu. Um leið og hann dó var eins og allt væri allt í einu farið brotna og bila á heimilinu.“ Hafdís segir sögu föður síns sýna svart á hvítu að geðræn veikindi fara síst af öllu í manngreiningarálit. „Fyrst eftir að pabbi dó þá varð ég hrædd um að fólk myndi fara að gera sér einhverjar hugmyndir – af því að pabbi féll fyrir eigin hendi. Og ég vissi ekki hvernig ég ætti að svara fólki, hvað ég ætti að segja við fólk sem var að spyrja mig út í andlát pabba. Ég hugsaði með mér að fólk myndi kanski fara að halda að ég hefði alist upp við hræðilegar aðstæður eða að pabbi hefði verið svona eða hinsegin, af því að hann kaus að fara þessa leið. Ég var hrædd um að það kæmi einhver svona röng ímynd á hvernig fjölskyldulífið mitt var. En ég veit samt miklu betur í dag, það er engin skömm í kringum þetta. Pabbi var einfaldlega þunglyndur og réð ekki við hvernig honum leið. Það að tala um hlutina opinskátt, losa um tilfinningarnar, það hefur hjálpað mér mest af öllu. Og ekki endilega bara við annað fólk, heldur líka upphátt við sjálfa mig. Ég á auðvelt með að tala um þetta allt saman í dag og ef fólk spyr mig út í pabba og það sem gerðist þá svara ég því bara mjög hreinskilningslega. Tekur við keflinu Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Faðir Hafdísar hljóp sjálfur ár eftir ár í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar rannsóknarsjóði CFC-heilkennisins. Núna ætlar Hafdís taka við keflinu og hlaupa fyrir Píeta – í minningu föður síns. Markmið Hafdísar er að tryggja að fleiri fái þá hjálp sem faðir hennar fékk ekki.Vísir/Ívar „Þegar pabbi dó vissi ég ekkert um Píeta samtökin. Ég vissi ekki einu sinni að samtökin væru til. En svo vildi það þannig til að akkúrat um þetta leyti, síðla árs 2020 þá voru samtökin byrjuð með stóra auglýsinaherferð, þar sem það var meðal annars verið að vekja athygli á hversu margir hefðu fallið fyrir eigin hendi þetta ár. Og svo tók maður eftir, sérstaklega í kjölfarið á Covid faraldrinum, að þessi umræða varð ennþá meiri, það var ákveðin vitunarvakning.“ Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins, til stuðnings fyrir einstaklinga sem eru í sjálfsvígs‐ eða sjálfsskaðahugleiðingum. „Ég hef svo oft hugsað um hvað það hefði verið vitundin um slíka hjálp hefði verið meiri þegar pabbi var ennþá á lífi. Pabbi var þannig gerður að það kom aldrei til greina hjá honum að setjast niður með einhverjum sálfræðingi og opna sig um hvernig honum leið. Ég vildi óska þess að hann hefði vitað af þessum valkosti, vitað að hann gæti tekið upp símann og hringt og talað við einhvern- og tekið þannig fyrsta skrefið.“ Hér má heita á Hafdísi og styðja við starfsemi Píeta samtakanna.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira