Fjölmiðlar

Fréttamynd

Gera sér ekki mat úr lekanum úr fram­boði Trump

Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Patrik biðst af­sökunar

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Veislan tekin af dag­skrá FM957

Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikil fanga­skipti gætu verið á næsta leiti

Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum.

Erlent
Fréttamynd

Kári vandar um við heims­frægan rit­höfundinn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea er víða

Kim Il-Sung, hinn eilífi forseti Norður-Kóreu, stjórnaði landinu með harðri hendi til dauðadags árið 1994. Það var ekki til sá kimi samfélagsins sem laut ekki stjórn hans.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Einar sak­felldur fyrir um­fangs­mikla sjón­ræningja­starf­semi

Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rétt­læti sem verði að leið­rétta

„Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. 

Innlent
Fréttamynd

Vill koma upp mót­töku flótta­manna við Kaffi Vest

Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál.

Innlent
Fréttamynd

Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu

Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest

Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta.

Innlent