Fjölmiðlar

Fréttamynd

Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas

Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990.

Erlent
Fréttamynd

Snýr aftur sem rit­stjóri eftir tvo ára­tugi

Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ellefu vilja vera rit­stjóri Kveiks

Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Út­valdi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins

Meðlimir Murdoch-fjölskyldunnar hafa lokið áratugalangri baráttu um hver fær að halda í stjórnartaumana á viðskipta- og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch. Lachlan Murdoch hefur gert margra milljarða dala samkomulag við systkini sín um að hann muni áfram stjórna veldinu og í senn hefur hann áfram tryggt að fjölmiðlar eins og Fox, New York Post og Wall Street Journal verði áfram íhaldssamir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pakkarnir séu langt frá því að vera sam­bæri­legir

Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn má dreifa efni Sýnar

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiddu eina krónu fyrir Mann­líf

Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“

Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það.

Innlent
Fréttamynd

Rang­færslur um at­burðina á Gaza

Í íslenskum fjölmiðlum hefur undanfarið borið á rangfærslum um uppruna stríðsátaka á Gaza. Vonandi stafar það af þekkingarleysi þeirra sem þar um véla. Verra er ef dreginn er taumur annars aðilans, sem byggist á inngróinni hollustu við hann og fordómum gagnvart hinum aðilanum, á kostnað sannleikans.

Skoðun
Fréttamynd

„Það logar allt í hin­segin sam­fé­laginu“

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Sótt að Snorra vegna fram­komu hans og forn­eskju­legra skoðana

Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem rit­stjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv

Veðmálasíðan Betsson fékk óvænt að auglýsa í beinni útsendingu á Rúv í kvöld þegar íslenska landsliðið í körfuknattleik keppti æfingarleik gegn Litháum, þar sem Rúv hafði keypt útsendingu frá Litháen með fastri auglýsingu. Veðmálaauglýsingar eru ólöglegar á Íslandi og íþróttastjóri Rúv segir málið óheppilegt. Slíkt muni ekki gerast aftur. 

Innlent