Norður-Kórea

Fréttamynd

Vill að sonur sinn taki við

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur ákveðið að yngsti sonur sinn taki við af sér, að því er fréttastofa í Suður-Kóreu heldur fram. Hins vegar bárust einnig fréttir af því að elsti sonur hans sé tilbúinn að taka við af föður sínum.

Erlent
Fréttamynd

El Baradei farinn frá Pyongyang

Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann.

Erlent
Fréttamynd

Flugskeyti með kjarnavopnum

Í nýlegri skýrslu frá Bandaríkjunum er sagt líklegt að Norður-Kóreumenn hafi komist yfir flugskeytabúnað sem getur sent flugskeyti með kjarnavopnum alla leið til Bandaríkjanna. Tæknin virðist vera sambærileg þeirri sem finnst á rússneskum kafbátum sem bendir til þess að norðurkóresk stjórnvöld hafi fengið utanaðkomandi hjálp við þróun búnaðarins.

Erlent