Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 06:30 Norður-kóresku stelpurnar fagna marki Jon Il-chong í úrslitaleiknum á móti Spáni en keppnin fór fram í Dóminíska lýðveldinu. Getty/Pedro Vilela Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup) FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Alexandra fljóta að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Sjá meira
Þetta er annar heimsmeistaratitilinn Norður-Kóreu á stuttum tíma því tuttugu ára landslið þjóðarinnar varð einnig heimsmeistari í september. Að þessu sinni höfðu norður-kóresku stelpurnar betur í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í leiknum sjálfum. Spánn komst yfir en Norður-Kórea náði að jafna. Liðið vann vítakeppnina 4-3. Það var lítið að gera hjá markverðinum Pak Ju-gyong fram eftir móti en hún varði nokkrum sinnum mjög vel í úrslitaleiknum og varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni. „Við erum stolt að vinna besta evrópska landsliðið og verða besta landslið heims. Við gátum unnið út af samheldninni. Við lærðum það einu sinni enn að ef við berjumst saman öll sem ein þá er sigurinn óhjákvæmilegur,“ sagði Song Sung-gwon, þjálfari norður-kóreska liðsins. Jon Il-chong skoraði mark leiksins í úrslitaleiknum og var kjörin besti leikmaður mótsins. Spánn átti markahæsta leikmanninn í Pau Comendador sem var næstbesti leikmaður mótsins. Norður-Kórea sló Pólland út úr átta liða úrslitunum og vann 1-0 sigur á bandarísku stelpunum í undanúrslitunum. Bandaríkin tryggði sér bronsið með 3-0 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Norður-Kórea varð einnig heimsmeistari hjá sautján ára stelpunum 2008 og 2016. Tuttugu ára stelpurnar höfðu unnið 1-0 sigur á Japan í úrslitaleik U20 en þá slógu þær einnig bandaríska landsliðið í undanúrslitunum. Norður-Kórea var að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil hjá tuttugu ára stelpunum á dögunum en þær unnu einnig 2006 og 2016. View this post on Instagram A post shared by FIFA Women's World Cup (@fifawomensworldcup)
FIFA Norður-Kórea Fótbolti Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Alexandra fljóta að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Sjá meira