Skipulag Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16.1.2023 10:12 Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Innlent 12.1.2023 18:47 „Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Innlent 12.1.2023 14:11 „Það skortir alla skynsemi í þetta“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Innlent 11.1.2023 11:20 Hugleiðingar um skipulagsmál Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Skoðun 10.1.2023 08:32 Hönnun og skipulag umhverfis – andleg líðan, upplifun og velferð „Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“ Skoðun 9.1.2023 13:31 „Framsókn“ Sigurðar Inga Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Skoðun 9.1.2023 11:01 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Innlent 7.1.2023 07:00 Iðnaður ekki talinn æskilegur í Garðabæ en í lagi í Kópavogi Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Um er að ræða atvinnu-og verksmiðjuhúsnæði sem fyrirhugað er að muni rísa nánast í bakgarði einnar stærstu götu Kópavogs. Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir einhug ríkja í bæjarstjórninni um að ráðast gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Innlent 6.1.2023 21:00 Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur. Innlent 6.1.2023 07:02 Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Innlent 29.12.2022 11:36 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. Innlent 22.12.2022 12:17 Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Innlent 20.12.2022 19:31 Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. Innlent 20.12.2022 12:35 Fimmtán milljarða samningur tryggir Betri samgöngum Keldnaland Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli. Innlent 20.12.2022 08:50 Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Innlent 8.12.2022 22:00 Segja byggingaráform við Bankastræti mögulega ógn við stjórn landsins Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins. Innlent 8.12.2022 06:38 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. Viðskipti innlent 6.12.2022 11:12 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:44 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. Innlent 23.11.2022 21:21 Sprengisandur: Forsætisráðherra, neðanjarðarlest, loftslagsmál og HM í Katar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á eftir. Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2022 09:30 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. Skoðun 19.11.2022 14:31 Vanda sig, takk! Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær. Skoðun 19.11.2022 13:00 Uppbygging hafin á fjölbreyttri byggð á Heklureit Tæplega tvö hundruð íbúðir verða í fyrstu tveimur húsunum af fimm sem fyrirhugað er að reisa á Heklureitnum og verða tilbúnar eftir um þrjú ár. Skipulagið tengist einnig borgarlínu og uppbyggingu Hlemmtorgs í næsta nágrenni. Innlent 18.11.2022 19:20 Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Innlent 16.11.2022 21:42 Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. Innlent 16.11.2022 12:25 Óska eftir endurskoðun á Hvalárvirkjun og Eldvörpum á Reykjanesi Stjórn Landverndar hefur sent verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar ósk um að taka aftur til skoðunar tvö landsvæði í orkunýtingarflokki. Annars vegar Hvalárvirkjun á Vestfjörðum og hins vegar Eldvörp á Reykjanesi. Innlent 11.11.2022 16:18 Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgarstjóri? Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Skoðun 7.11.2022 07:00 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. Innlent 4.11.2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. Innlent 4.11.2022 08:39 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 39 ›
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 16.1.2023 10:12
Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Innlent 12.1.2023 18:47
„Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Innlent 12.1.2023 14:11
„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Innlent 11.1.2023 11:20
Hugleiðingar um skipulagsmál Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Skoðun 10.1.2023 08:32
Hönnun og skipulag umhverfis – andleg líðan, upplifun og velferð „Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“ Skoðun 9.1.2023 13:31
„Framsókn“ Sigurðar Inga Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Skoðun 9.1.2023 11:01
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Innlent 7.1.2023 07:00
Iðnaður ekki talinn æskilegur í Garðabæ en í lagi í Kópavogi Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Um er að ræða atvinnu-og verksmiðjuhúsnæði sem fyrirhugað er að muni rísa nánast í bakgarði einnar stærstu götu Kópavogs. Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir einhug ríkja í bæjarstjórninni um að ráðast gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Innlent 6.1.2023 21:00
Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur. Innlent 6.1.2023 07:02
Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Innlent 29.12.2022 11:36
Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. Innlent 22.12.2022 12:17
Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Innlent 20.12.2022 19:31
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. Innlent 20.12.2022 12:35
Fimmtán milljarða samningur tryggir Betri samgöngum Keldnaland Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli. Innlent 20.12.2022 08:50
Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Innlent 8.12.2022 22:00
Segja byggingaráform við Bankastræti mögulega ógn við stjórn landsins Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins. Innlent 8.12.2022 06:38
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. Viðskipti innlent 6.12.2022 11:12
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. Viðskipti innlent 29.11.2022 11:44
Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. Innlent 23.11.2022 21:21
Sprengisandur: Forsætisráðherra, neðanjarðarlest, loftslagsmál og HM í Katar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á eftir. Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2022 09:30
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. Skoðun 19.11.2022 14:31
Vanda sig, takk! Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær. Skoðun 19.11.2022 13:00
Uppbygging hafin á fjölbreyttri byggð á Heklureit Tæplega tvö hundruð íbúðir verða í fyrstu tveimur húsunum af fimm sem fyrirhugað er að reisa á Heklureitnum og verða tilbúnar eftir um þrjú ár. Skipulagið tengist einnig borgarlínu og uppbyggingu Hlemmtorgs í næsta nágrenni. Innlent 18.11.2022 19:20
Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Innlent 16.11.2022 21:42
Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. Innlent 16.11.2022 12:25
Óska eftir endurskoðun á Hvalárvirkjun og Eldvörpum á Reykjanesi Stjórn Landverndar hefur sent verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar ósk um að taka aftur til skoðunar tvö landsvæði í orkunýtingarflokki. Annars vegar Hvalárvirkjun á Vestfjörðum og hins vegar Eldvörp á Reykjanesi. Innlent 11.11.2022 16:18
Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgarstjóri? Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?” Skoðun 7.11.2022 07:00
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. Innlent 4.11.2022 15:19
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. Innlent 4.11.2022 08:39