Heidelberg hvergi af baki dottið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 19:29 Þorsteinn Víglundsson er forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteinn ehf., en í hjáverkum talsmaður Heidelberg Materials. Síðarnefnda fyrirtækið á 53 prósent hlut í Hornsteini. Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“. Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“.
Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00